„Fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 11:31 Gunnlaugur var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í kökugerð þegar faraldurinn gekk yfir heiminn og því ákvað hann að stofna sitt eigið fyrirtæki. Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira