Lífið

Eyfi söng sjálfur lagið sem þau Telma dönsuðu við

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegur endir á atriðinu þar sem Eyfi drö skrautfjöður úr hatti sínum og bauð upp á silkimjúkan söng.
Fallegur endir á atriðinu þar sem Eyfi drö skrautfjöður úr hatti sínum og bauð upp á silkimjúkan söng. Stöð 2

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir dönsuðu Enskan vals við lagið Beauty and the Beast í síðasta þætti af Allir geta dansað sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld.

Þau voru klædd sem Fríða og Dýrið og tóku sig vel út á dansgólfinu. Eyfi söng sjálfur lagið sem þau dönsuðu undir.

„Falleg saga sem þið voruð með. Fallega sungið Eyfi. Góð grunnsport og gaman að sjá ykkur gera lyftur. Þið voruð með rise and fall. Vel gert,“ sagði Jóhann dómari eftir dansinn þeirra en hann gaf þeim 7 í einkunn.

„Ég sé að það sem þú ert að gera er að treysta á Telmu. Vel dansaður vals, vel gert,“ sagði Karen eftir dansinn en hún gaf þeim 6 í einkunn.

„Það er svo gaman hvað þið setjið mikinn metnað í búninga. Vantaði pínu swing í þetta og mér fannst mjög gaman að hlusta á þig syngja þetta,“ sagði Selma að lokum en hér að neðan má sjá atriði þeirra.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.