Lífið

Haffi Haff brotnaði niður þegar þau Sophie fengu fullkomna einkunn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haffi Haff táraðist ítrekað.
Haffi Haff táraðist ítrekað.

Haffi Haff og Sophie dönsuðu Foxtrott við lagið Witchcraft með Frank Sinatra á föstudagskvöldið og slógu þau rækilega í gegn með dansinum.

Þegar þau höfðu lokið atriðinu stóðu dómararnir þrír upp og klöppuðu.

„Foxtrott er einn af erfiðustu dönsunum, að ná þessum fótaburði, hæl og tá, supersupersuper,“ sagði Karen Reeve um þeirra frammistöðu.

Foxtrott er í uppáhaldi hjá Jóhanni dómara og var hann sáttur við dans Haffa og Sophie.

„Tek hattinn ofan fyrir þér að byrja svona einn með glæsilegan fótaburð, þetta er afrek og á heima í keppni, glæsilegt,“ sagði Jóhann í umsögn sinni um dansparið.

„Þetta er þinn standard. Við fengum hæfileika þína í allri sinni dýrð. Þú ert þjófur kvöldsins,“ sagði Selma.

Hér að neðan má sjá dansinn þeirra en Haffi Haff var í vandræðum með tilfinningarnar og brotnaði hreinlega niður eftir allar þessar umsagnir. Dómararnir gáfu þeim öll 10 í stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.