Eignaðist ömmubarn á Ísafirði meðan hún hjálpaði nágrönnum sínum á Flateyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2020 12:48 Smábátahöfnin á Flateyri í morgun. Miklar skemmdir urðu á höfninni og bátum. Landhelgisgæslan Vigdís Erlingsdóttir, íbúi í Ólafstúni 6 á Flateyri, segir íbúana finna hlýhug landsmanna vestur á firði. Þakklætið sé mikið til baka. Vigdís sat í bíl með nágranna konu sinni og tveimur börnum hennar á meðan unnið var að grafa unglingsdóttur út úr svefnherbergi sínu. Vigdís segist hafa verið að vinna í tölvunni í húsi sínu og hafi í raun og veru aðeins hafa orðið vör við fyrra flóðið. Það féll úr Skollahvilft og olli miklum skemmdum í höfninni. Hún heyrði ekki í síðara flóðinu en fékk símtal og hún spurð hvort hún sæi yfir í Ólafstún 14. Það gerði hún ekki en tók eftir að komin voru tæki fyrir utan húsið og byrjað að lýsa upp. Vigdís segist hafa hlaupið út og þá fengið þau skilaboð að verið væri að leita að unglingsstúlkunni. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Vigdís. Einn gluggi snýr að varnargarðinum Móður unglingsstúlkunnar var komin inn í bíl með yngri börn sín tvö þegar Vigdís bar að garði. Vigdís þekkir þau vel enda samfélagið lítið á Flateyri. Hún hafi fyrst og fremst reynt að hlúa að börnunum í bílnum en segir atburðarásina frekar óskýra í huga sér. Þau hafi svo fengið fréttir að unglingsstúlkan var fundin. Einn gluggi á húsinu snýr upp að varnargarðinum en um er að ræða gluggann á svefnherbergi stúlkunnar. Vigdís Erlingsdóttir man vel eftir snjóflóðinu á Flateyri 1995. Það tók átta björgunarsveitarmenn að ná ungu stúlkunni undan því. Þá komu fleiri til aðstoðar. Ívar Kjartansson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Sæbjörgu, segir aðstæður hafa verið slæmar í bænum í gærkvöldi. Ívar sagði þá hafa verið átta inni í húsi að moka auk þess sem fleiri íbúar á Flateyri hafi komið til aðstoðar. Mikill snjór hafi verið yfir stúlkunni en það tók um hálftíma að grafa hana undan snjónum. Hún var flutt frá Flateyri til Ísafjarðar með varðskipinu Þór. Örn Erlendur Ingason, læknir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, tjáði fréttastofu á tólfta tímanum að unglingsstúlkan væri vel á sig komin og sofandi. Að upplifa snjóflóð í annað skipti Vigdís hefur búið lengi á Flateyri og man vel eftir harmleiknum þann 26. október 1995 þegar tuttugu manns fórust. „Ég er að upplifa þetta í annað skiptið. Það er erfitt að koma orðum að þessu,“ segir Vigdís. Hún segir þó ekki örvæntingu í samfélaginu á Flateyri heldur mikla samstöðu. Það sé styrkur í plássum úti á landi. Óhætt er að segja að nóttin sé Vigdísi eftirminnileg. Á sama tíma og allt gekk á eignaðist hún ömmubarn á sjúkrahúsinu á Ísafirði. „Það hefur haldið mér gangandi í nótt og þar af leiðandi hef ég ekki sofið. Það fæddist heilt á húfi á sjúkrahúsinu,“ segir Vigdís. Á myndinni má sjá hvernig snjóflóðið féll á Ólafstún 14. Vigdís býr sömu megin götunnar en eitt hús skilur að Ólafstún 6 og 14.Grafík/Hafsteinn Dóttir hennar hafi farið á Ísafjörð á föstudaginn, sem betur fer enda er meira og minna allt ófært á Vestfjörðum sem stendur. „Ég rak hana af stað fyrst hún var komin þetta langt.“ Litla Stormhildur, Flóðhildur eða Veðurhildur sé komin í heiminn. Miklar drunur Ívar lýsir því nánar hvernig fyrra flóðið lenti á höfninni þar sem talið er að mikið tjón hafi orðið á bátum. „Það fór yfir smábátahöfnina og út í höfnina sjálfa og yfir höfnina og upp á bryggju hinu megin þannig að það náði frekar langt. Það gekk sjór upp á hafnarstæðið,“ segir Ívar. Hann kveðst hafa farið beint niður á aðalgötu bæjarins til að sjá hvað væri að gerast. „Drunurnar voru svo miklar og svo hvarf eyrin í kóf þannig að við sáum ekki neitt. Við vorum rétt ókomnir í hús og ætluðum að fara að rýma eitt sjóstangaveiðihús þar sem krakkar í lýðháskólanum búa þegar við fáum fréttir af því að það væri komið snjóflóð á hús í Ólafstúni. Þá átti það bara okkar forgang.“ Það flóð kom úr Innra-Bæjargili og féll yfir varnargarð og á íbúðarhúsið við Ólafstún 14 eins og áður var lýst. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Vigdís Erlingsdóttir, íbúi í Ólafstúni 6 á Flateyri, segir íbúana finna hlýhug landsmanna vestur á firði. Þakklætið sé mikið til baka. Vigdís sat í bíl með nágranna konu sinni og tveimur börnum hennar á meðan unnið var að grafa unglingsdóttur út úr svefnherbergi sínu. Vigdís segist hafa verið að vinna í tölvunni í húsi sínu og hafi í raun og veru aðeins hafa orðið vör við fyrra flóðið. Það féll úr Skollahvilft og olli miklum skemmdum í höfninni. Hún heyrði ekki í síðara flóðinu en fékk símtal og hún spurð hvort hún sæi yfir í Ólafstún 14. Það gerði hún ekki en tók eftir að komin voru tæki fyrir utan húsið og byrjað að lýsa upp. Vigdís segist hafa hlaupið út og þá fengið þau skilaboð að verið væri að leita að unglingsstúlkunni. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Vigdís. Einn gluggi snýr að varnargarðinum Móður unglingsstúlkunnar var komin inn í bíl með yngri börn sín tvö þegar Vigdís bar að garði. Vigdís þekkir þau vel enda samfélagið lítið á Flateyri. Hún hafi fyrst og fremst reynt að hlúa að börnunum í bílnum en segir atburðarásina frekar óskýra í huga sér. Þau hafi svo fengið fréttir að unglingsstúlkan var fundin. Einn gluggi á húsinu snýr upp að varnargarðinum en um er að ræða gluggann á svefnherbergi stúlkunnar. Vigdís Erlingsdóttir man vel eftir snjóflóðinu á Flateyri 1995. Það tók átta björgunarsveitarmenn að ná ungu stúlkunni undan því. Þá komu fleiri til aðstoðar. Ívar Kjartansson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Sæbjörgu, segir aðstæður hafa verið slæmar í bænum í gærkvöldi. Ívar sagði þá hafa verið átta inni í húsi að moka auk þess sem fleiri íbúar á Flateyri hafi komið til aðstoðar. Mikill snjór hafi verið yfir stúlkunni en það tók um hálftíma að grafa hana undan snjónum. Hún var flutt frá Flateyri til Ísafjarðar með varðskipinu Þór. Örn Erlendur Ingason, læknir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, tjáði fréttastofu á tólfta tímanum að unglingsstúlkan væri vel á sig komin og sofandi. Að upplifa snjóflóð í annað skipti Vigdís hefur búið lengi á Flateyri og man vel eftir harmleiknum þann 26. október 1995 þegar tuttugu manns fórust. „Ég er að upplifa þetta í annað skiptið. Það er erfitt að koma orðum að þessu,“ segir Vigdís. Hún segir þó ekki örvæntingu í samfélaginu á Flateyri heldur mikla samstöðu. Það sé styrkur í plássum úti á landi. Óhætt er að segja að nóttin sé Vigdísi eftirminnileg. Á sama tíma og allt gekk á eignaðist hún ömmubarn á sjúkrahúsinu á Ísafirði. „Það hefur haldið mér gangandi í nótt og þar af leiðandi hef ég ekki sofið. Það fæddist heilt á húfi á sjúkrahúsinu,“ segir Vigdís. Á myndinni má sjá hvernig snjóflóðið féll á Ólafstún 14. Vigdís býr sömu megin götunnar en eitt hús skilur að Ólafstún 6 og 14.Grafík/Hafsteinn Dóttir hennar hafi farið á Ísafjörð á föstudaginn, sem betur fer enda er meira og minna allt ófært á Vestfjörðum sem stendur. „Ég rak hana af stað fyrst hún var komin þetta langt.“ Litla Stormhildur, Flóðhildur eða Veðurhildur sé komin í heiminn. Miklar drunur Ívar lýsir því nánar hvernig fyrra flóðið lenti á höfninni þar sem talið er að mikið tjón hafi orðið á bátum. „Það fór yfir smábátahöfnina og út í höfnina sjálfa og yfir höfnina og upp á bryggju hinu megin þannig að það náði frekar langt. Það gekk sjór upp á hafnarstæðið,“ segir Ívar. Hann kveðst hafa farið beint niður á aðalgötu bæjarins til að sjá hvað væri að gerast. „Drunurnar voru svo miklar og svo hvarf eyrin í kóf þannig að við sáum ekki neitt. Við vorum rétt ókomnir í hús og ætluðum að fara að rýma eitt sjóstangaveiðihús þar sem krakkar í lýðháskólanum búa þegar við fáum fréttir af því að það væri komið snjóflóð á hús í Ólafstúni. Þá átti það bara okkar forgang.“ Það flóð kom úr Innra-Bæjargili og féll yfir varnargarð og á íbúðarhúsið við Ólafstún 14 eins og áður var lýst.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira