Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2020 23:37 Slökkviliðsmenn á vettvangi fara yfir aðgerðir Vísir/Jóhann K. Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf.
Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira