Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2020 23:37 Slökkviliðsmenn á vettvangi fara yfir aðgerðir Vísir/Jóhann K. Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Slökkviliðsmenn frá þremur slökkvistöðvum í Borgarfirði, frá Akranesi og frá Brunavörnum Suðurnesja berjast enn við mikinn gróðureld í Norðurárdal í Borgarfirði, nærri fossinum Glanna við Bifröst. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði á sjötta tímanum í dag en ljóst var strax í upphafi að eldurinn yrði erfiður viðureignar. Þegar hefur mikill gróður, tré, kjarr, og mosi orðið undir. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann segir mjög erfitt fyrir slökkviliðsmenn að fara yfir í hrauninu sem er á svæðinu. Gróðureldur er allt annað en sina „Þetta er þungt verkefni. Gróðureldur er allt annað en sina. Við gerum ekkert með klöppum. Við þurfum að drekkja þessu öllu með vatni. Eldurinn nær langt niður í jörðina, þannig að við erum í vandræðum og verðum líklegast í dágóðan tíma,“ segir Heiðar. Fjörutíu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, tuttugu frá Akranesi og að minnsta kosti tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja taka þátt í aðgerðum á vettvangi auk lögreglu og tuttugu björgunarsveitarmanna. Þá hafa bændur á svæðinu lagt til haugsugur til þess að sprauta vatni. Í heildina um hundrað manns. „Öll erum við að hjálpast að við að klára þetta verkefni,“ segir Heiðar. EIns og sjá má er reykjarmökkurinn mikill og liggur beint yfir þjóðveginn.Vísir/Jóhann K. Vinna út frá þjóðveginum og þurfa því að stöðva umferð Stöðva hefur þurft umferð um þjóðveginn við Bifröst og hefur umferð verið fylgt í gegnum reykjamökkinn sem liggur yfir þjóðveginn. „Það er til að tryggja öryggi mannskapsins. Við erum að vinna út frá veginum og hikum ekki við að stöðva umferð. Við þökkum fólki fyrir þolinmæðina á meðan þessu stendur,“ segir Heiðar. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann K. Svæðið stór en afmarkað Heiðar segir að svæðið þar sem gróðureldarnir loga sé afmarkað. Við erum að ná góðum tökum á þessu. Eins og staðan er núna þá er þetta afmarkað. Að hluta til þurfi að leyfa hluta svæðisins að brenna. „Við verðum að finna okkur línu til þess að stöðva einhverstaðar og þetta verður að fá að brenna þangað til,“ segir Heiðar og bætir því við að líklega verði slökkvilið við störf á svæðinu langt fram á nótt. Slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ komu á vettvang nú á tólfta tímanum Heiðar segir að ekkert sé í hættu á svæðinu annað en gróður. Hann segir að eldsupptök séu ekki kunn að svo komnu máli. Lögreglumenn á vettvangi í Norðurárdal. Veðurspáin fyrir nóttina hefði mátt vera betri með smá úrkomu sem hefði hjálpað til við slökkvistarf.Vísir/Jóhann K. Veðurspáin fyrir nóttina hjálpar ekki til Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt á svæðinu en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð í Borgarfirði til morguns, en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf.
Slökkvilið Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent