Innlent

„Leiðindavinna í erfiðu landslagi“

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Verið er að stýra umferð um svæðið.
Verið er að stýra umferð um svæðið. Vísir/J'ohann

Uppfært 22:00

Búist er við því að slökkviliðsmenn verði að störfum fram á nótt í Borgarfirði þar sem gróuðreldur kviknaði í dag. Slökkviliðið í Borgarbyggð var kallað út auk slökkviliðsmanna frá Akranesi. Eldurinn er nærri Bifröst og aðstæður eru mjög erfiðar.

Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.Vísir/Jóhann

Björgunarsveitarmenn hafa einnig verið kallaðir út og slökkviliðsmenn frá Keflavík fyrir nóttina.

Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir stöðuna á þann veg að töluverður eldur logi enn í gróðrinum. Þó hafi náðst að hefta töluvert útbreiðslu hans.

„Þetta er leiðindavinna í erfiðu landslagi en við erum með gríðarlega öflugan mannskap sem sinnir sínu verki mjög vel,“ segir Heiðar.

Um 40 slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð. Tuttugu frá Akranesi og um tíu á leið á vettvang frá Keflavík. þar að auki eru um tuttugu björgunarsveitarmenn að störfum.

Á skömmum tíma breyttist liturinn á reynknum og varð dökkur sem gefur merki um að eldsmatur er til staðar.Vísir/Aðsend

Eins og sjá má nær eldurinn yfir töluvert svæði.Vísir/Aðsend
Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Jóhann


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×