Refsing ekki líkleg til árangurs í máli vegna brota gegn 16 ára samstarfskonu Andri Eysteinsson skrifar 18. maí 2020 18:30 Manninum var gert að greiða 800.000 króna miskabætur. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda. Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann til greiðslu 800 þúsund króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Maðurinn, sem glímir við verulega þroskaskerðingu, var sakaður um að hafa á rúmlega eins árs tímabili þuklað á brjóstum samstarfskonu sinnar, slegið á rass, tekið fast utan um hana, viðhaft kynferðislegt tal og beðið hana um að sofa hjá honum. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Brotin voru framin á tímabili milli mars 2017 og apríl 2018 þegar brotin voru kærð. Kvað brotaþoli manninn hafa oft á dag tekið um hana, klipið í og leikið sér að brjóstum hennar. Þá hafi ákærði spurt hvort brotaþoli, sem var 16 ára gömul þegar brotin voru kærð, vildi ekki eignast kærasta sem væri með bílpróf. Á tímabilinu sem um ræðir störfuðu brotaþoli og ákærði mikið saman á morgunvöktum og hafi áreitið staðið yfir á nánast hverri vakt. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi sætt geðrannsókn vegna málsins. Í yfirmatsgerð tveggja geðlækna segir um ákærða að hann hafi í viðtölum gengist við því að hafa í gegnum tíðina þreifað á rassi, brjóstum og klofi stúlkna. Sagðist hann hrifnastur af „fallegum, smávöxnum stúlkum á aldrinum 15-17 ára.“ Ákærði gekkst í viðtölum einnig við því að hafa þreifað á systur sinni þegar hún var á aldrinum 8-9 ára, tvívegis á drengjum og að börn, sér í lagi stúlkur, örvi hann kynferðislega Matsmenn sögðu manninn þurfa frekari aðstoð Ákærði sagðist telja að brotaþoli væri að búa til lygasögu um hann en sagðist skammast sín fyrir framferði sitt gegn brotaþola. „Ákærði játti að þetta væri alfarið hans sök, en taldi sig ekki hafa átt skilið að vera gómaður fyrir það sem hann gerði á hlut brotaþola; hún hefði átt að tala við hann í stað þess að kvarta við yfirmann þeirra,“ segir í dómnum. Í dómnum segir að brotin gegn stúlkunni hafi valdið henni mikilli vanlíðan. Framburður hennar hafi verið stöðugur trúverðugur. Yfirmatsmenn töldu ákærða sakhæfan en töldu að refsing væri ekki líkleg til að bera árangur. Ákærði væri þroskahamlaður, viti muninn á réttu og röngu en sé haldinn vissri siðblindu. Hann þurfi á verulegum stuðningi að halda frá Félagsmálayfirvöldum. „Með viðeigandi ramma og umhverfi og eftirliti fagaðila megi lágmarka verulega þá hættu sem stafar af barnagirnd hans,ׅ“ segir í dómi héraðsdóms. Ákærða var gert að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur en var ekki gerð önnur refsing. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal þóknun réttargæslumanns brotaþola og málsvarnarlaun verjanda.
Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira