Erlent

Max von Sydow látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Max von Sydow á verðlaunahátíð árið 2016.
Max von Sydow á verðlaunahátíð árið 2016. Vísir/Getty

Sænski leikarinn Max von Sydow er látinn, níræður að aldri. Á ferli sínum lék von Sydow í fleiri en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum, þar á meðal í „Sjöunda innsiglinu“ og „Særingarmanninum“.

Fjölskylda leikarans greindi frá því að hann hefði andast í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann hafði haldið áfram að leika langt inn á níræðisaldurinn. Þannig kom hann meðal annars fram í þremur þáttum af „Krúnuleikunum“ árið 2016.

Þekktastur var von Sydow fyrir hlutverk sín í kvikmyndum samlanda síns Ingmars Berman. Þeir gerðu ellefu kvikmyndir saman, þar á meðal „Sjöunda innsiglið“ þar sem persóna von Sydow tefldi meðal annars við Dauðann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.