Erlent

Max von Sydow látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Max von Sydow á verðlaunahátíð árið 2016.
Max von Sydow á verðlaunahátíð árið 2016. Vísir/Getty

Sænski leikarinn Max von Sydow er látinn, níræður að aldri. Á ferli sínum lék von Sydow í fleiri en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum, þar á meðal í „Sjöunda innsiglinu“ og „Særingarmanninum“.

Fjölskylda leikarans greindi frá því að hann hefði andast í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann hafði haldið áfram að leika langt inn á níræðisaldurinn. Þannig kom hann meðal annars fram í þremur þáttum af „Krúnuleikunum“ árið 2016.

Þekktastur var von Sydow fyrir hlutverk sín í kvikmyndum samlanda síns Ingmars Berman. Þeir gerðu ellefu kvikmyndir saman, þar á meðal „Sjöunda innsiglið“ þar sem persóna von Sydow tefldi meðal annars við Dauðann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×