„Minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2020 11:32 Magnús Geir tók við sem Þjóðleikhússtjóri seint á síðasta ári. Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir. Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Hann var leikstjóri Leikfélags Akureyrar, Borgarleikhússins, útvarpsstjóri og nú Þjóðleikhússins. Hann hefur verið farsæll, vinsæll og duglegur en hver skyldi hann vera þegar heim er komið með fullt hús af börnum í vesturbæ Reykjavíkur. Sindri Sindrason tók morgunbollann með Magnúsi Geir Þórðarsyni og fékk að kynnast honum betur í Íslandi í dag á föstudagskvöldið á Stöð 2. Magnús Geir lærði leikstjórn í Bretlandi strax eftir menntaskólaárin í MR. „Ég byrjaði síðan að leikstýra og svo tók eitt við af öðru. Svo fór ég að færa mig yfir í að stýra framleiðslu og svo leikhúsum,“ segir Magnús sem fór á sínum tíma til Akureyrar og stýrði Leikfélagi Akureyrar í fjögur ár frá 2004-2008. „Það var mikið ævintýri með rosalega þéttum hóp og það var mikið flug á leikfélaginu á þeim tíma. Við settum upp margar mjög flottar og sterkar sýningar.“ Stórt en eðlilegt stökk Árið 2008 bauðst honum að taka við sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. „Það var stórt stökk en svona eðlilegt samt sem áður og þar hófst annað mjög skemmtilegt tímabil,“ segir Magnús sem var í starfinu í sjö ár, í draumastarfinu en honum finnst að stjórnendur eigi ekki að vera of lengi í sama starfinu. Því næst tók hann við sem útvarpsstjóri og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúsið. „Ég hef verið í leikhúsi allt mitt líf og er leikhúsmaður fyrst og fremst. Sú ástríðan hvarf ekkert þó að ég hafi verið í gríðarlega skemmtilegu starfi hjá RÚV. Ég var búinn að vera þar í sex ár og búinn að klára flest þau verkefni sem ég sá fyrir mér. Síðan opnast þessi möguleiki og ég sló til og er afskaplega glaður.“ Aðspurðir hvernig faðir hann er svarar Magnús. „Ég er ekki strangur. Held að það sé minn versti veikleiki hvað ég er langt frá því að vera strangur. Ég er fyrst og fremst frekar glaður pabbi og nýt þess mjög að eiga börn og fjölskyldu og vera með þeim.“ Hér að neðan má sjá morgunstund með Magnúsi Geir.
Menning Leikhús Ísland í dag Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira