Sveitin verði mataráfangastaður á heimsvísu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 09:00 Karl Jónsson er verkefnastjóri Matarstígsins. Vísir/Tryggvi Páll Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira