Erlent

Sjó­ræningjar skutu á norskt olíu­flutninga­skip

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað um 75 sjómílum suður af Jemen.
Árásin átti sér stað um 75 sjómílum suður af Jemen. Getty

Sjóræningjar skutu á norska olíuflutningaskipið Stolt Apal í Adenflóa, suður af Jemen, fyrr í dag.

Þetta staðfestir talsmaður skipaflutningafélagsins Stolt-Nielsen í samtali við Verdens gang.

„Tveir smærri bátar sigldu á miklum hraða í átt að skipinu með sex vopnaða sjóræningja um borð. Eftir að verðirnir um borð í flutningaskipinu höfðu skotið nokkrum viðvörunarskotum hófu sjóræningjarnir að skjóta á skipið,“ segir upplýsingafulltrúinn Ellie Davison.

Árásin átti sér stað um 75 sjómílum undan ströndum Jemen síðdegis í dag. Sjóræningjarnir hörfuðu þegar verðirnir héldu áfram að svara skotum sjóræningjanna.

Enginn særðist um borð í Stolt Apal, en smávægilegar skemmdir urðu á olíuflutningaskipinu vegna skota sjóræningjanna.

Stolt Apal siglir undir enskum fána.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.