Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 14:38 Víðir Reynisson, yfurlögregluþjónn hjá embætti R'ikislögreglustjóra. Mynd/Lögreglan Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira