Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 14:38 Víðir Reynisson, yfurlögregluþjónn hjá embætti R'ikislögreglustjóra. Mynd/Lögreglan Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Sjá meira
Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Sjá meira