Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 14:38 Víðir Reynisson, yfurlögregluþjónn hjá embætti R'ikislögreglustjóra. Mynd/Lögreglan Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. „Í dag er 16. apríl, það er ekki kominn 4. maí eins og margir virðast hafa haldið í vikunni,“ sagði Víðir í upphafi fundar áður en hann gaf orðið á kollega sína. Þannig hafi almannavarnir fengið ábendingar um að fólk hafi byrjað að slaka á eftir að kynnt var að slakað yrði á samkomubanninu eftir 4. maí. „4. maí er enn þá eftir tæplega þrjár vikur þannig að munum það,“ sagði Víðir sem var spurður nánar út í þessi aðvörunarorð. Svaraði hann því játandi að hann og félagar óttist að bakslag komi í faraldurinn slaki almenningur á áður en 4. maí rennur sitt skeið. „Við fengum tilfinningu strax í gær að fólki yrði létt,“ sagði Víðir. „Maður skilur vel að fólki hafi verið létt en við verðum að muna að það gilda áfram sömu reglur og hafa gilt og ekki af ástæðalausu. Þannig væri 4. maí ekki einhvers konar endadagur og að tveggja metra reglan myndi gilda áfram. Til dæmis yrði að huga vel að því í hvers konar rými ætti að halda veislur, þar sem ljóst væri að ekki væri hægt að virða tveggja metra regluna í 50 manna veislu í 50 fermeta rými, svo dæmið sem Víðir nefnir sé tekið. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, þáttastjórnandi þáttarins með Okkar augum var á fundinum og spurði Víði spurningu sem hann var mjög ánægður með, hvenær væri hægt að knúsa ástvini á nýjan leik. „Þetta er besta spurning dagsins. Ég hlakka til þegar við getum gert það. það er ekki strax, ekki víst að það verði í maí, það gæti verið í júní en við skulum allavega vona það að þegar júlí kemur og hápunktur sumarsins verður þá verðum við farin að geta knúsað hvert annað en það gæti verið svolítið langt þangað til þannig að við verðum að vera þolinmóð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira