Svona bætir þú ónæmiskerfið á tímum kórónuveirunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. apríl 2020 10:00 Miðbær Reykjavíkur á tímum Covid-19 Vísir/Vilhelm Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, heldur úti hlaðvarpinu Heilsuvarpið. Ragga starfar sem þjálfari og sálfræðingur og skrifar um heilsu hér á Vísi. Á dögunum ræddi hún við Helga Ómarsson en þau eru bæði búsett í Danmörku þar sem hefur verið útgöngubann. Þar ræddu þau um það hvernig hægt sé að „dúndra upp“ ónæmiskerfinu. Þetta getur eflt varnir líkamans, lagað svefn og hjálpað fólki að vera betur í stakk búið til að takast á við kórónuveiruna. Ragga segir að þó að ekki sé alveg hægt að koma í veg fyrir smit sé kannski hægt að fá mögulega vægari einkenni og styttri veikindi. „Það er aragrúi á netinu um alls konar kukl og rugl og snákaolíur, hvað þú átt að gera til þess að losa þig við þessa blessuðu kórónuveiru,“ segir Ragga. Þó að sumt að því sé saklaust þá eru líka skaðleg ráð inn á milli. „Sum ráð eru hreint og beint hættuleg.“ Ragga og Helgi eru bæði með hlaðvörp. Ragga sér um Heilsuvarpið og Helgi er með vinsælt hlaðvarp sem kallast Helgaspjallið.Instagram/Ragga Nagli Svefninn aðalatriðið Hún hvetur fólk til þess að kanna hvort upplýsingarnar sem það fylgir komi frá traustum aðilum og kanni sannleiksgildi ráðanna áður en þeim er fylgt. Minnir hún á að ekki er komin lækning eða bóluefni við veirunni og gæti verið töluverður tími í það. „Það er hægt að gera ýmislegt til að bæta hjá okkur ónæmiskerfið þannig að ef að við fáum veiruna þá erum við fljótari að hrista hana af okkur og kannski getum við verið það hraust að hún bíti ekki á okkur, maður veit ekkert hvernig hún virkar eða hvort að það sé nóg en það er ekkert að því að baktryggja sig. Það eina sem gerist er að við verðum heilbrigðari yfir höfuð.“ Ragga og Helgi ræða meðal annars um vítamín, hreyfingu, mataræði, þarmaflóruna og svefn. Bendir Ragga á að fólk sem sefur fjóra tíma á nóttu er fjórfalt líklegra til að næla sér í sýkingar, kvefpestar og inflúensu en þeir sem sofa sex tíma eða lengur. „Það fyrsta sem við gerum þegar kemur að ónæmiskerfinu er að við hugsum um svefninn, hann er bara númer eitt, tvö og átján þegar kemur að góðu ónæmiskerfi.“ Hún segir að svefninn hafi áhrif á streitu og þar með þarmaflóruna, sem er undirstaða ónæmiskerfisins. Meira um það má heyra í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á helstu efnisveitum eins og Spotify. Pistla Röggu Nagla á Vísi má nálgast HÉR! Hér fyrir neðan má finna nokkur góð ráð frá Röggu á tímum kórónuveiru til að minnka streitu: Eyddu orkunni í að einbeita þér að því sem þú getur stjórnað. Haltu samskiptum við þá sem þú elskar Gefðu þér tíma fyrir næringarríkar máltíðir Bættu svefninn þinn. Reyndu að dimma birtuna í herberginu þínu og sleppa öllum skjátíma í tvær klukkustundir fyrir svefn. Hreyfðu þig og reyndu að svitna aðeins þrisvar til fjórum sinnum í viku Farðu daglega í gönguferð, hlustaðu til dæmis á hljóðbækur og hlaðvörp Mundu að taka tíma fyrir þig, sérstaklega ef þú ert í sóttkví með mörgum öðrum. Leggðu áherslu á hugleiðslu, öndun og þakklæti. Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ragga nagli Tengdar fréttir Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, heldur úti hlaðvarpinu Heilsuvarpið. Ragga starfar sem þjálfari og sálfræðingur og skrifar um heilsu hér á Vísi. Á dögunum ræddi hún við Helga Ómarsson en þau eru bæði búsett í Danmörku þar sem hefur verið útgöngubann. Þar ræddu þau um það hvernig hægt sé að „dúndra upp“ ónæmiskerfinu. Þetta getur eflt varnir líkamans, lagað svefn og hjálpað fólki að vera betur í stakk búið til að takast á við kórónuveiruna. Ragga segir að þó að ekki sé alveg hægt að koma í veg fyrir smit sé kannski hægt að fá mögulega vægari einkenni og styttri veikindi. „Það er aragrúi á netinu um alls konar kukl og rugl og snákaolíur, hvað þú átt að gera til þess að losa þig við þessa blessuðu kórónuveiru,“ segir Ragga. Þó að sumt að því sé saklaust þá eru líka skaðleg ráð inn á milli. „Sum ráð eru hreint og beint hættuleg.“ Ragga og Helgi eru bæði með hlaðvörp. Ragga sér um Heilsuvarpið og Helgi er með vinsælt hlaðvarp sem kallast Helgaspjallið.Instagram/Ragga Nagli Svefninn aðalatriðið Hún hvetur fólk til þess að kanna hvort upplýsingarnar sem það fylgir komi frá traustum aðilum og kanni sannleiksgildi ráðanna áður en þeim er fylgt. Minnir hún á að ekki er komin lækning eða bóluefni við veirunni og gæti verið töluverður tími í það. „Það er hægt að gera ýmislegt til að bæta hjá okkur ónæmiskerfið þannig að ef að við fáum veiruna þá erum við fljótari að hrista hana af okkur og kannski getum við verið það hraust að hún bíti ekki á okkur, maður veit ekkert hvernig hún virkar eða hvort að það sé nóg en það er ekkert að því að baktryggja sig. Það eina sem gerist er að við verðum heilbrigðari yfir höfuð.“ Ragga og Helgi ræða meðal annars um vítamín, hreyfingu, mataræði, þarmaflóruna og svefn. Bendir Ragga á að fólk sem sefur fjóra tíma á nóttu er fjórfalt líklegra til að næla sér í sýkingar, kvefpestar og inflúensu en þeir sem sofa sex tíma eða lengur. „Það fyrsta sem við gerum þegar kemur að ónæmiskerfinu er að við hugsum um svefninn, hann er bara númer eitt, tvö og átján þegar kemur að góðu ónæmiskerfi.“ Hún segir að svefninn hafi áhrif á streitu og þar með þarmaflóruna, sem er undirstaða ónæmiskerfisins. Meira um það má heyra í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á helstu efnisveitum eins og Spotify. Pistla Röggu Nagla á Vísi má nálgast HÉR! Hér fyrir neðan má finna nokkur góð ráð frá Röggu á tímum kórónuveiru til að minnka streitu: Eyddu orkunni í að einbeita þér að því sem þú getur stjórnað. Haltu samskiptum við þá sem þú elskar Gefðu þér tíma fyrir næringarríkar máltíðir Bættu svefninn þinn. Reyndu að dimma birtuna í herberginu þínu og sleppa öllum skjátíma í tvær klukkustundir fyrir svefn. Hreyfðu þig og reyndu að svitna aðeins þrisvar til fjórum sinnum í viku Farðu daglega í gönguferð, hlustaðu til dæmis á hljóðbækur og hlaðvörp Mundu að taka tíma fyrir þig, sérstaklega ef þú ert í sóttkví með mörgum öðrum. Leggðu áherslu á hugleiðslu, öndun og þakklæti.
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ragga nagli Tengdar fréttir Coviskubit Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. 10. apríl 2020 13:00 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira