Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 10:19 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira