Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 20:00 Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00