Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 21:46 Dynjandisheiði. Samgönguáætlun boðar að kaflinn milli Mjólkár og Flókalundar verði endurbyggður á árunum 2020 til 2024 og kaflinn til Bíldudals á árunum 2025 til 2029. Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Matsferlið, sem nú er á lokastigi, hefur staðið í þrjú ár og er talið kosta Vegagerðina um 150 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi í gær, sýnir þessa 65 kílómetra vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á næsta ári, 550 milljónir króna árið 2020. Kaflinn milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði, 35 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 30 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili.Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Engar vinnuvélar verða þó hreyfðar fyrr en tilskilin leyfi eru fengin, umhverfismati lokið og hugsanleg kærumál útkljáð. Vinna við umhverfismatið hófst árið 2016, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, og áætlar hann að það muni kosta um 150 milljónir króna. Þar af kosti aðkeypt ráðgjöf mismunandi sérfræðinga 35 til 40 milljónir króna.Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill AðalsteinssonMeðal annars hafa fornleifar í grennd við vegstæðið verið skráðar, gróðurfar rannsakað, lífmassamælingar gerðar á birki, leitað var að sjaldgæfum plöntum, fuglalíf rannsakað, en einnig lífríki í ám og vötnum á áhrifasvæði vegarins sem og fjörulíf. Og nú er komið að því að birta frummatsskýrsluna á næstu dögum. „Þegar Skipulagsstofnun er búin að segja sitt álit og leggur þetta fram til athugasemda þá náttúrlega kemur kæruferli í kjölfarið á því,“ segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Spurningin sé þá hvort sátt verði um verkefnið. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við vitum að það eru þarna ákaflega viðkvæmir punktar í þessu. Annarsvegar friðland í Vatnsfirði og svo aftur friðlýst náttúruvætti vð Dynjanda. Og ef mönnum tekst vel til að leysa þau mál þá vonast maður til að það verði ekki mörg ljón á veginum,“ segir yfirverkstjórinn Ísafirði. Og þá gæti fyrsti áfangi farið í útboð á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Matsferlið, sem nú er á lokastigi, hefur staðið í þrjú ár og er talið kosta Vegagerðina um 150 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi í gær, sýnir þessa 65 kílómetra vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á næsta ári, 550 milljónir króna árið 2020. Kaflinn milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði, 35 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 30 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili.Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Engar vinnuvélar verða þó hreyfðar fyrr en tilskilin leyfi eru fengin, umhverfismati lokið og hugsanleg kærumál útkljáð. Vinna við umhverfismatið hófst árið 2016, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, og áætlar hann að það muni kosta um 150 milljónir króna. Þar af kosti aðkeypt ráðgjöf mismunandi sérfræðinga 35 til 40 milljónir króna.Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill AðalsteinssonMeðal annars hafa fornleifar í grennd við vegstæðið verið skráðar, gróðurfar rannsakað, lífmassamælingar gerðar á birki, leitað var að sjaldgæfum plöntum, fuglalíf rannsakað, en einnig lífríki í ám og vötnum á áhrifasvæði vegarins sem og fjörulíf. Og nú er komið að því að birta frummatsskýrsluna á næstu dögum. „Þegar Skipulagsstofnun er búin að segja sitt álit og leggur þetta fram til athugasemda þá náttúrlega kemur kæruferli í kjölfarið á því,“ segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Spurningin sé þá hvort sátt verði um verkefnið. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við vitum að það eru þarna ákaflega viðkvæmir punktar í þessu. Annarsvegar friðland í Vatnsfirði og svo aftur friðlýst náttúruvætti vð Dynjanda. Og ef mönnum tekst vel til að leysa þau mál þá vonast maður til að það verði ekki mörg ljón á veginum,“ segir yfirverkstjórinn Ísafirði. Og þá gæti fyrsti áfangi farið í útboð á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00