Minnst 22 látnir í óeirðum og mótmælum í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2017 14:39 Vísir/Epa Minnst 22 hafa látið lífið í óeirðum og mótmælum í Venesúela á undanförnum vikum. Mótmælendur ætla út í hvítum fötum í dag til að heiðra þá sem hafa dáið, en níu létu lífið þegar þau reyndu að ræna bakarí í Caracas á fimmtudaginn. Þar að auki voru þrír skotnir til bana en minnst þrettán dóu í borginni þann dag. Ítrekað hafa átök komið upp á milli mismunandi fylkinga. Annars vegar eru mótmælendur og hins vegar eru stuðningsmenn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Maduro hefur kallað mótmælendur glæpamenn og hryðjuverkamenn og hafa öryggissveitir beitt vatnsfallbyssum og táragasi gegn þeim. Venesúela hefur á undanförnum árum gengið í gegnum gífurleg efnahagsvandræði með verðlækkun olíu og ríkir mikill skortur í landinu. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Andstæðingar Maduro segja hann ætla að reyna að selja hluta af gullforða ríkisins til að halda völdum sínum. Leiðtogi þingsins, Julio Borges, hefur sent nokkrum af stærstu fjármálastofnunum heims bréf þar sem hann hvetur starfsmenn þeirra til að veita Maduro ekki líflínu, biðji hann um hana. Gjaldeyrisforði ríkisins er um tíu milljarðar dala, samkvæmt Washington Post, en um 75 prósent hans er í formi gullstanga. Gjaldeyrisforðinn hefur ekki verið lægri í um fimmtán ár. Á þessu ári mun ríkið þurfa að greiða um sex milljarða dala í skuldir. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Minnst 22 hafa látið lífið í óeirðum og mótmælum í Venesúela á undanförnum vikum. Mótmælendur ætla út í hvítum fötum í dag til að heiðra þá sem hafa dáið, en níu létu lífið þegar þau reyndu að ræna bakarí í Caracas á fimmtudaginn. Þar að auki voru þrír skotnir til bana en minnst þrettán dóu í borginni þann dag. Ítrekað hafa átök komið upp á milli mismunandi fylkinga. Annars vegar eru mótmælendur og hins vegar eru stuðningsmenn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Maduro hefur kallað mótmælendur glæpamenn og hryðjuverkamenn og hafa öryggissveitir beitt vatnsfallbyssum og táragasi gegn þeim. Venesúela hefur á undanförnum árum gengið í gegnum gífurleg efnahagsvandræði með verðlækkun olíu og ríkir mikill skortur í landinu. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Andstæðingar Maduro segja hann ætla að reyna að selja hluta af gullforða ríkisins til að halda völdum sínum. Leiðtogi þingsins, Julio Borges, hefur sent nokkrum af stærstu fjármálastofnunum heims bréf þar sem hann hvetur starfsmenn þeirra til að veita Maduro ekki líflínu, biðji hann um hana. Gjaldeyrisforði ríkisins er um tíu milljarðar dala, samkvæmt Washington Post, en um 75 prósent hans er í formi gullstanga. Gjaldeyrisforðinn hefur ekki verið lægri í um fimmtán ár. Á þessu ári mun ríkið þurfa að greiða um sex milljarða dala í skuldir.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira