Fótbolti

Þarf að taka á sig launalækkun upp á 140 milljónir á mánuði til þess að vera áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ighalo fagnar einu af fjórum mörkum sínum fyrir United.
Ighalo fagnar einu af fjórum mörkum sínum fyrir United. vísir/getty

Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að nígeríski framherjinn Odion Ighalo þurfi að taka á sig ansi veglega launalækkun ætli hann sér að vera áfram í herbúðum Manchester United.

Nígeríumaðurinn hefur frá því í janúar verið á láni frá Shanghai Shenua í kínversku ofurdeildinni en þar eru borgin ansi góð laun. Hann er þar talinn fá 300 þúsund pund á viku og United eru ekki tilbúnir að borga svo mikið.

Þeir hafa sagt við Ighalo að þeir séu mest tilbúnir að borga honum 100 þúsund pund á viku en hann hefur vakið athygli fyrir vasklega frammistöðu sína með United. Hann skoraði fjögur mörk í átta leikjum áður en allur fótbolti var settur á ís vegna kórónuveirunnar.

Hann þyrfti því að taka á sig 200 þúsund punda launalækkun á viku sem jafngildir rúmlega 35 milljónum íslenskra króna. Lánssamningur hans rennur út 31. maí en óvíst er hvernig því verður háttað verði enskur fótbolti kláraður í sumar.

Kínverska félagið, Shanghai Shenua, hefur einnig stigið fram og sagst ætla bjóða framherjanum nýjan samning svo er fróðlegt sumar framundan hjá Ighalo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×