Fjölskyldan þakklát fyrir stuðninginn: „Það er eins og draumur hafi ræst“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2020 19:15 Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fallið frá því að vísa hinum sjö ára gamla Muhammed og foreldrum hans af landi brott á morgun. Brottvísun þeirra og annarra barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en en í sextán mánuði hefur verið frestað. Fjölskyldan segir að draumur þeirra hafi ræst. Fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til að sýna þeim Faisal, Niku og syni þeirra Muhammed samstöðu. Fjölskyldan er frá Pakistan en þau sóttu um vernd hér á landi í desember 2017 og hafa því búið hér í tvö ár. Beiðninni var hafnað og stóð til á flytja þau úr landi á morgun.Sjá einnig: Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Viðburðurinn í dag var skipulagður af foreldrum barna í Vesturbæjarskóla, en Muhammed, sem átti sjö ára afmæli í gær, er nemandi við skólann. Fyrirhuguð brottvísun fjölskyldunnar vakti mikla reiði og sorg en Muhammed var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann kom til landsins. Hátt í tuttugu þúsund manns höfðu skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að leyfa fjölskyldunni að dvelja hér. Frá samstöðufundinum í dag.Vísir „Hann er altalandi á íslensku. Hann er góður námsmaður og ég sé mjög mikla framtíð fyrir hann hérna á Íslandi,“ segir Ingunn Jónsdóttir, einn kennara Muhammeds. Þeim hafi orðið verulega brugðið þegar þær fréttu að það ætti að vísa honum úr landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei lent í áður. Maður kann ekkert á þetta en maður reynir allt.“ Það voru börn mætt á viðburðinn til að sýna samstöðu. Margir vinir Muhammeds mættu með skilti þar sem brottvísunum barna var mótmælt og lýstu því yfir að þeir vildu ekki að honum yrði vísað úr landi. Vinir Muhammeds vildu ekki að honum yrði vísað úr landi.Vísir „Hann er mjög góður vinur minn og í gær fór ég með honum á KFC,“ sagði einn vinur Muhammeds í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir að undirskriftirnar voru afhentar síðdegis í dag fékk fjölskyldan símtal um að þeim yrði ekki vísað úr landi. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins segir að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði hafi verið frestað. Athygli dómsmálaráðherra hafi nýlega verið vakin á því að í einstökum málum geti tíminn orðið óhæfilega langur. Fjölskyldan varð orðlaus þegar fréttirnar bárust. Þau segjast þakklát þeim sem skipulögðu samstöðufundinn sem og ríkisstjórn Íslands að endurskoða afstöðu sína. Þá líta þau framtíðina björtum augum, sérstaklega Muhammed. „Ég er rosa spenntur að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Muhammed.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Ákveðið hefur verið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. 2. febrúar 2020 16:31
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04