Dusta rykið af viðbragðsáætlunum og stilla saman strengi vegna Wuhan-veirunnar Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. janúar 2020 11:32 Minnst níu eru látnir og nokkur hundruð hafa sýkst í Kína og öðrum ríkjum. EPA Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi dusta nú rykið af viðbragðsáætlunum og eiga í samskiptum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og evrópskar stofnanir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Minnst níu hafa látið lífið og nokkur hundruð sýkst í Kína og öðrum ríkjum. Tilfellin má rekja nánast öll til matarmarkaðarins í Wuhan-borg í Kína. Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri. Þórólfur segir þetta nýtt afbrigði af kórónaveiru – algengrar kvefveiru. „Það geta stundum komið upp ný afbrigði af þessari veiru sem eru skæðar og valda alvarlegri sjúkdómum eins og til dæmis SARS-sýkingin á árunum 2002 til 2003 og MERS-sýkingin á Arabíuskaga árið 2012. Þetta eru miklu skæðari veirur og sjúkdómseinkenni sem þessar veirur valda heldur en venjulegar kórónaveirur,“ segir Þórólfur. Ekki eins skæð og Sars Þórólfur segir veiruna nú minna um margt á SARS-veiru. Þó séu að koma inn nýjar og nýjar upplýsingar daglega sem skýri hversu skæð þessi veira er. „Hún virðist nú ekki vera eins skæð og SARS-veiran en þá var dánartalan um tíu prósent.“ Þetta eigi þó eftir að skýrast betur og á embætti Landlæknis í nánu sambandi bæði við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og evrópskar stofnanir. „Meðal annars erum við að fara á símafund með þeim í dag þar sem er verið að birta nýjustu upplýsingar og nýtt áhættumat um stöðuna. Við fylgjum öðrum Evrópuþjóðum í aðgerðum. Það eru allir að gera það sama. Það eru allir að dusta rykið af sínum viðbragðsáætlunum og reyna að vera eins tilbúnir og hægt er til að taka á móti sjúklingum með þessa sýkingu eins og mögulegt er.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Hrafnkell Hvernig metur þú áhættuna hér á landi? „Staðan hefur verið metin þannig í Evrópu að líkur á einhverjum faraldri eru mjög litlar. Hún hefur sýnt sig, þessi veira, að hún er ekki bráðsmitandi milli einstaklinga. Af þessum nokkuð hundruð einstaklinga sem hafa greinst þá eru allavega tvö til þrjú þúsund manns sem eru undir eftirliti – fjölskyldumeðlimir og aðrir sem ekki hafa sýkst. Það virðist, eins og staðan er núna, að þetta sé ekki bráðsmitandi sýking. Menn eru að koma með nýjar og nýjar upplýsingar daglega og það er erfitt að segja nákvæmlega fram í tímann hvernig staðan verður,“ segir Þórólfur. Gott að hafa í huga Sóttvarnalæknir hefur hvatt einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að: Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti. Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni. Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum. Nota klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega. Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira