Ormarnir í maga Kristínar bárust líklega með grænmeti Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 13:47 Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is lýsir veikindum sínum af völdum ormasýkingar. Til hægri er mynd úr safni af einstaklingi með sambærilega sýkingu og Kristín fékk. Samsett/Gunnar Smári Helgason/getty Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent