„Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 15:54 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Lögreglan Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, gerði kvíða og ótta vegna kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir að sérstöku umtalsefni í lok daglegs upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði að allir gætu tekið þátt í baráttunni við kvíða og ótta. Sú barátta væri í raun hluti af baráttunni við kórónuveiruna sjálfa. „Mig langar aðeins að ávarpa ykkur varðandi ótta og kvíða. Við höfum mikið upplifað það að fólk er hrætt og það er mjög almennt að fólk sé kvíðið. Það er auðvitað eðlilegt. Við erum hér daglega að tala og miðla einhverjum upplýsingum og við erum líka að segja að óvissan sé mikil og það ýtir náttúrulega undir ótta og kvíða,“ sagði Víðir. Hann bætti við að baráttan við ótta og kvíða þyrfti að vera hluti af baráttu þjóðarinnar við veiruna sjálfa. Til séu ýmis ráð við ótta og kvíða, en allir gætu þó tekið þátt í þessari baráttu. „Stærsti hópurinn sem getur tekið þátt eru bara allir. Þið þarna úti, þið getið tekið þátt í þessu með okkur. Þetta getur verið ykkar framlag í að berjast á móti þessari veiru. Við þurfum að tala um þetta, við þurfum að lyfta þessu upp þannig að það séu allir óhræddir við að ræða það að menn séu óttaslegnir eða kvíðnir. Það skiptir bara mjög miklu máli að þetta sé eðlilegt og við þurfum öll að nálgast þetta þannig. Við þurfum öll að vera tilbúin að hlusta.“ Hann bætti við að þó að ekki allir væru sérfræðingar í að takast á við kvíða og ótta, þá gætu allir hlustað á náungann. Það sé oft eitthvað sem miklu máli skipti. Sjá einnig: Svona var 43. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Þið sem eruð kvíðin og eruð óttaslegin, ef þið fáið ekki einhvern nálægt ykkur til þess að hlusta og ykkur heldur áfram að líða illa og þið viljið fá meira þá er auðvitað hægt að leita í 1717, það er líka hægt að leita til heilsugæslunnar og fá aðstoð. En við, við öll getum unnið þetta svolítið saman og bara með því að hlusta og sýna kærleik og sýna umhyggju. Það getur bara breytt mjög miklu fyrir þann sem að á í hlut,“ sagði Víðir. Víðir þakkaði einnig þeim sem tekið hafa þátt í að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Hann sagði Íslendinga nú vera á ágætum stað í að „síga þetta niður,“ en tók sérstaklega fram að nú væri ekki tíminn til að slaka á, heldur halda áfram. Hann ávarpaði síðan áhorfendur fundarins: „Það er fyrst og fremst ykkur að þakka hvert við erum komin í dag. Við þurfum öll að halda áfram að standa í þessu. Við erum öll Alma-nnavarnir og munið síðan veirufría klukkutímann milli átta og níu í kvöld,“ sagði Víðir í lok fundarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira