Innlent

Ölvaður ökumaður hljóp undan lögreglu

Andri Eysteinsson skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í hverfi 104 á þriðja tímanum í nótt. Eftir að hafa stöðvað bílinn tók ökumaðurinn upp á því að flýja undan lögreglunni og hljóp af stað. Lögregla hafði þó upp á manninum og var hann handtekinn. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu.

Þá var tilkynnt um innbrot í geymslu í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 18 í gær. Málið er í rannsókn en fyrir liggur að skóm, fatnaði og áfengi var stolið úr geymslunni. Á Seltjarnarnesi var tilkynnt um eld á skólalóð klukkan hálf tíu í gærkvöld. Engar skemmdir urðu en eldurinn hafði kviknað í rusli.

Tveir voru stöðvaðir grunaður um akstur undir áhrifum og var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut eftir að hafa mælst á 118 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/h.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.