Innlent

Ölvaður ökumaður hljóp undan lögreglu

Andri Eysteinsson skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í hverfi 104 á þriðja tímanum í nótt. Eftir að hafa stöðvað bílinn tók ökumaðurinn upp á því að flýja undan lögreglunni og hljóp af stað. Lögregla hafði þó upp á manninum og var hann handtekinn. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu.

Þá var tilkynnt um innbrot í geymslu í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 18 í gær. Málið er í rannsókn en fyrir liggur að skóm, fatnaði og áfengi var stolið úr geymslunni. Á Seltjarnarnesi var tilkynnt um eld á skólalóð klukkan hálf tíu í gærkvöld. Engar skemmdir urðu en eldurinn hafði kviknað í rusli.

Tveir voru stöðvaðir grunaður um akstur undir áhrifum og var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut eftir að hafa mælst á 118 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/h.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×