Lífið

Áhorfendur spila með í Svara Bara

Sylvía Hall skrifar
Hörður Bjarkason og Pétur Finnbogason munu stýra þættinum.
Hörður Bjarkason og Pétur Finnbogason munu stýra þættinum.

Skemmti- og fjölskylduþátturinn Svara Bara verður í beinni útsendingu næsta laugardagskvöld, 11. apríl á Vísir.is og á Stöð 2 Vísi kl.21:00.

 Þáttastjórnendur eru skemmtikraftarnir Hörður Bjarkason og Pétur Finnbogason.

Dagskrá þáttarins er með fjölbreyttu sniði en áhorfendum gefst kostur á að hringja inn og taka þátt heima í stofu. Spurningar þáttarins verða heldur frumlegar þar sem áhorfendum verður gert erfitt fyrir við að ,,gúggla” svör spurninganna.

Það verður lifandi tónlist ásamt líflegum uppákomum þeirra félaga en markmið þáttarins er að sameina fólk heima í sófa og tryggja eftirminnilegt laugardagskvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.