Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Toppi kórónuveirufaraldursins hefur verið náð á landsvísu að mati sóttvarnalæknis. Enn sé þó of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Fjallað verður nánar um stöðuna vegna kórónuveirufaraldursins í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. 

Þar heimsækjum við meðal annars Heimilisfrið, sem er meðferðarúrræði fyrir gerendur heimilisofbeldis, en þangað koma nú inn fleiri ný mál auk þess sem fólk sem áður hefur verið í meðferð leitar sér aðstoðar í auknum mæli.

Í fréttatímanum ræðum við líka við fólk um hvort það ætlar að hlýða Víði og halda sig heima um páskana og förum yfir veðurútlit yfir hátíðarnar með veðurfræðingi.

Þá verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, vegna launahækkana ráðamanna og farið yfir einhverja stærstu samninga í sögu vegagerðar hérlendis, sem skrifað var undir í dag.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×