Innlent

Bandarískir ríkisborgarar hafa tvö tækifæri til að komast frá Íslandi

Andri Eysteinsson skrifar
Icelandair flýgur í tvígang til Boston á næstu vikum.
Icelandair flýgur í tvígang til Boston á næstu vikum. Vísir/Vilhelm

Tvö farþegaflug eru áætluð frá Íslandi til Bandaríkjanna. Um er að ræða flug Icelandair til Boston 8. apríl annars vegar og 15. apríl hins vegar. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hvetur bandaríska ríkisborgara sem staddir eru á Íslandi og vilja komast vestur um haf til þess að tryggja sér miða.

Þetta kemur fram í tilkynningu sendiráðsins. Þar segir að Bandaríkjamenn á Íslandi ættu að tryggja sér miða séu þeir ekki tilbúnir til þess að festast hér á landi í óskilgreindan tíma.

Fram kemur í tilkynningunni að eftir 15. apríl muni Icelandair endurskoða flugáætlun sína og mögulegt sé að eingöngu fraktflug standi eftir. Bandaríkjastjórn sér ekki fram á að skipuleggja flugferðir fyrir ríkisborgara sína frá Íslandi eftir þennan tíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×