Innlent

Bandarískir ríkisborgarar hafa tvö tækifæri til að komast frá Íslandi

Andri Eysteinsson skrifar
Icelandair flýgur í tvígang til Boston á næstu vikum.
Icelandair flýgur í tvígang til Boston á næstu vikum. Vísir/Vilhelm

Tvö farþegaflug eru áætluð frá Íslandi til Bandaríkjanna. Um er að ræða flug Icelandair til Boston 8. apríl annars vegar og 15. apríl hins vegar. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hvetur bandaríska ríkisborgara sem staddir eru á Íslandi og vilja komast vestur um haf til þess að tryggja sér miða.

Þetta kemur fram í tilkynningu sendiráðsins. Þar segir að Bandaríkjamenn á Íslandi ættu að tryggja sér miða séu þeir ekki tilbúnir til þess að festast hér á landi í óskilgreindan tíma.

Fram kemur í tilkynningunni að eftir 15. apríl muni Icelandair endurskoða flugáætlun sína og mögulegt sé að eingöngu fraktflug standi eftir. Bandaríkjastjórn sér ekki fram á að skipuleggja flugferðir fyrir ríkisborgara sína frá Íslandi eftir þennan tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.