Innlent

Hlýnandi veður sést loksins í spákortum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Einar Sveinbjörnsson á spjalli í morgunþættinum Í bítið.
Einar Sveinbjörnsson á spjalli í morgunþættinum Í bítið. Stöð 2/Skjáskot.

„Ég sé í raun bara góða tíð framundan. Eftir þennan dag þá hlýnar hægt og bítandi,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann ræddi langtímaspána við þá Gunnlaug Helgason og Heimi Karlsson í þættinum Í bítið í morgun.

„Langtímaspár, þær eru nokkuð hagstæðar. Sérstaklega er sýnt að það eigi að hlýna hérna á Páskadag og á annan í páskum,“ bætti Einar við en hann skrifar á veðurvefinn Bliku.

Hér má sjá Einar lýsa langtímahorfum:

Klippa: Bjartar veðurhorfur fyrir páskana

Langtímaspá Veðurstofu Íslands í morgun tekur í sama streng en hún hljóðar þannig:

Á laugardag: Suðaustan- og austanátt og dálítil rigning eða slydda, en þurrt að kalla norðanlands. Hlýnandi veður.

Á sunnudag (páskadagur): Fremur hæg suðvestanátt, þurrt að kalla og milt í veðri.

Á mánudag (annar í páskum): Útlit fyrir suðvestan strekking eða allhvassan vind og hlýindi. Rigning sunnan- og vestantil en annars þurrviðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×