Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2020 10:36 Andrea Sigurðardóttir hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hún fór í útivistarferð norður á land um miðjan marsmánuð. Aðsend Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Hún var búin að vera einkennalaus í viku og fagnaði loks frelsinu eftir hafa verið einangruð á heimili sínu í þrjár vikur. Þrátt fyrir að vera laus við veiruna leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. „Ég fór nú bara í svona létta göngu í Elliðárdalnum, smá rölt með vinkonum og vinum sem höfðu líka verið að útskrifast og það fór nú ekki betur en svo en að kalda loftið fór eitthvað í lungun og mér hreinlega sló niður aftur,“ sagði Andrea í Bítinu í morgun. Sýktist ásamt 19 öðrum í útivistarferð Hún var hluti af útvistarhópi sem fór norður í afdrifaríka skíðaferð í mars síðastliðnum þar sem alls 20 af 24 smitaðist af veirunni. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea segir engar líkur vera á því að veiran hafi tekið sig upp aftur en tuttugu dagar voru þarna liðnir frá því að hún fann fyrst fyrir einkennum. „Það sem gerist er bara það að líkaminn er í svolitlu lamasessi eftir veikindin, er viðkvæmur og lungun sérstaklega því þetta leggst í lungun á manni. Líkaminn kemur í rauninni bara með viðbrögð við áreiti sem hann er ekki tilbúinn í og þá slær manni niður.“ Eftir klukkutíma langa gönguna fór Andrea að finna fyrir öndunarfæraeinkennum á borð við mæði og grunna öndun. Einnig tók hóstinn sig upp aftur og hún mældist með yfir 38 stiga hita. Veikindin voru þó fljót að ganga til baka og var hóstinn og hitinn farinn strax daginn eftir. Tvö skref áfram og eitt skref aftur Svipað gerðist við vin hennar sem var með í för en hann taldi sig sömuleiðis vera búinn að jafna sig eftir kórónuveiruna. „Honum sló líka niður. Þannig að við upplifðum bæði það sama.“ Sjá einnig: Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Að sögn Andreu hafði gangan mun meiri áhrif á þau tvö en þau hafi nokkurn tímann grunað. Andrea hefur áður sagt að hópurinn hafi gleymt sér fyrir norðan og stillt sér upp í nokkurra sekúndna myndatöku í fallegu sólsetri. „Við erum bæði búin að vera einkennalaus og vorum bara að fara í létta göngu. Við héldum í raun og veru að þetta væri bara mjög þægileg heilsubótarganga fyrir okkur og við áttum svo sannarlega ekki von á þessu.“ Hún segist þarna hafa upplifað bataferlið sem tvo skref áfram og eitt skref aftur. Hvetur fólk til þess að fara rólega aftur af stað „Manni fannst maður vera svo tilbúin. Maður fannst maður vera svo sprækur, ég var ótrúlega hress en það er bara þannig að stundum fylgir líkaminn ekki alveg huga.“ Andrea hvetur alla sem hafa glímt við veiruna að fara rólega af stað aftur og jafnvel með meiri varkárni en það telur þörf vera á. Sjá einnig: Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Reiða fólk:* Við vorum komin norður áður en samkomubann var svo mikið sem kynnt * Við fórum að öllu með gát, engar beinar snertingar, handþvottur og sprittun*Þessi mikla aukning sem við sjáum núna var ekki í gangi á þessum tíma*Það er auðvelt að vera vitur eftir á — AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 „Ég hugsa að ég muni taka þetta í enn minni skrefum en ég hélt að ég væri að taka héðan af.“ Greinilegt sé að baráttan við þennan vágest taki sinn toll. „Þetta er ekkert grín þessi veira og þetta eru alveg átök. Við sluppum alveg vel við urðum ekkert alvarlega veik en eitthvað síðar þá er líkaminn búinn að vera í átökum sem að maður kannski áttar sig ekki alveg á hversu mikil voru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. 23. mars 2020 09:14 „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Hún var búin að vera einkennalaus í viku og fagnaði loks frelsinu eftir hafa verið einangruð á heimili sínu í þrjár vikur. Þrátt fyrir að vera laus við veiruna leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. „Ég fór nú bara í svona létta göngu í Elliðárdalnum, smá rölt með vinkonum og vinum sem höfðu líka verið að útskrifast og það fór nú ekki betur en svo en að kalda loftið fór eitthvað í lungun og mér hreinlega sló niður aftur,“ sagði Andrea í Bítinu í morgun. Sýktist ásamt 19 öðrum í útivistarferð Hún var hluti af útvistarhópi sem fór norður í afdrifaríka skíðaferð í mars síðastliðnum þar sem alls 20 af 24 smitaðist af veirunni. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea segir engar líkur vera á því að veiran hafi tekið sig upp aftur en tuttugu dagar voru þarna liðnir frá því að hún fann fyrst fyrir einkennum. „Það sem gerist er bara það að líkaminn er í svolitlu lamasessi eftir veikindin, er viðkvæmur og lungun sérstaklega því þetta leggst í lungun á manni. Líkaminn kemur í rauninni bara með viðbrögð við áreiti sem hann er ekki tilbúinn í og þá slær manni niður.“ Eftir klukkutíma langa gönguna fór Andrea að finna fyrir öndunarfæraeinkennum á borð við mæði og grunna öndun. Einnig tók hóstinn sig upp aftur og hún mældist með yfir 38 stiga hita. Veikindin voru þó fljót að ganga til baka og var hóstinn og hitinn farinn strax daginn eftir. Tvö skref áfram og eitt skref aftur Svipað gerðist við vin hennar sem var með í för en hann taldi sig sömuleiðis vera búinn að jafna sig eftir kórónuveiruna. „Honum sló líka niður. Þannig að við upplifðum bæði það sama.“ Sjá einnig: Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Að sögn Andreu hafði gangan mun meiri áhrif á þau tvö en þau hafi nokkurn tímann grunað. Andrea hefur áður sagt að hópurinn hafi gleymt sér fyrir norðan og stillt sér upp í nokkurra sekúndna myndatöku í fallegu sólsetri. „Við erum bæði búin að vera einkennalaus og vorum bara að fara í létta göngu. Við héldum í raun og veru að þetta væri bara mjög þægileg heilsubótarganga fyrir okkur og við áttum svo sannarlega ekki von á þessu.“ Hún segist þarna hafa upplifað bataferlið sem tvo skref áfram og eitt skref aftur. Hvetur fólk til þess að fara rólega aftur af stað „Manni fannst maður vera svo tilbúin. Maður fannst maður vera svo sprækur, ég var ótrúlega hress en það er bara þannig að stundum fylgir líkaminn ekki alveg huga.“ Andrea hvetur alla sem hafa glímt við veiruna að fara rólega af stað aftur og jafnvel með meiri varkárni en það telur þörf vera á. Sjá einnig: Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Reiða fólk:* Við vorum komin norður áður en samkomubann var svo mikið sem kynnt * Við fórum að öllu með gát, engar beinar snertingar, handþvottur og sprittun*Þessi mikla aukning sem við sjáum núna var ekki í gangi á þessum tíma*Það er auðvelt að vera vitur eftir á — AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 „Ég hugsa að ég muni taka þetta í enn minni skrefum en ég hélt að ég væri að taka héðan af.“ Greinilegt sé að baráttan við þennan vágest taki sinn toll. „Þetta er ekkert grín þessi veira og þetta eru alveg átök. Við sluppum alveg vel við urðum ekkert alvarlega veik en eitthvað síðar þá er líkaminn búinn að vera í átökum sem að maður kannski áttar sig ekki alveg á hversu mikil voru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. 23. mars 2020 09:14 „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. 23. mars 2020 09:14
„Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48
Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44