Erlent

Nígeríumenn biðja um þúsund milljarða lán

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nígerískur lestarfarþegi með andlitsgrímu.
Nígerískur lestarfarþegi með andlitsgrímu. EPA/AKINTUNDE AKINLEYE

Nígería hefur biðlað til alþjóðastofnana um samtals þúsund milljarða króna lán til þess að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins.

Um 230 hafa greinst smitaðir og útgöngubann hefur verið sett á í tveimur stærstu borgum landsins. 

Stjórnvöld hafa leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og Þróunarbanka Afríku en samkvæmt fjármálaráðherra landsins, sem er stærsta olíuútflutningsríki Afríku, hefur lækkandi verð á hráolíu gert illt verra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.