Erlent

Nígeríumenn biðja um þúsund milljarða lán

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nígerískur lestarfarþegi með andlitsgrímu.
Nígerískur lestarfarþegi með andlitsgrímu. EPA/AKINTUNDE AKINLEYE

Nígería hefur biðlað til alþjóðastofnana um samtals þúsund milljarða króna lán til þess að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins.

Um 230 hafa greinst smitaðir og útgöngubann hefur verið sett á í tveimur stærstu borgum landsins. 

Stjórnvöld hafa leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og Þróunarbanka Afríku en samkvæmt fjármálaráðherra landsins, sem er stærsta olíuútflutningsríki Afríku, hefur lækkandi verð á hráolíu gert illt verra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×