Innlent

Flóð­bylgja skall á varnar­garðinn á Suður­eyri eftir snjó­flóð

Atli Ísleifsson skrifar
Flóðið virðist hafa verið stórt.
Flóðið virðist hafa verið stórt. Sigmundur Heiðar

Snjóflóð féll í Norðureyrargili í norðanverðum Súgandafirði í morgun.

Sigmundur Heiðar Árnason, íbúi á Suðureyri, segir að flóðið hafi fallið um 10:15 og að lítil flóðbylgja hafi skollið á varnargarðinn í bænum. 

„Það skvettist aðeins upp á hann, en ég held að það hafi nú ekki orðið neitt eignartjón. Flóðið virðist hins vegar hafa verið stórt,“ segir Sigmundur Heiðar.

Hann segir að veturinn fyrir vestan hafi verið mjög snjóasamur og mikill snjór safnast fyrir.

Ekki hefur tekist að ná sambandi við ofanflóðavakt Veðurstofunnar vegna málsins, en óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.