Grafalvarleg staða er á hjúkrunarheimili í Bolungarvík Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. apríl 2020 23:55 Bolungarvík undir Traðarhyrnu. Vísir/Samúel Karl Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á Hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 36 einstaklingar hafa reynst smitaðir af Covid-19 á Vestfjörðum þar af fimm síðasta sólarhring. Alls eru 345 í sóttkví og af þeim 236 í Bolungarvík eða einn fjórði íbúa. Á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hafa þrír íbúar greinst með veiruna og grunur er um að einn í viðbót sé smitaður. Aðrir íbúar eru í sóttkví. „Ástandið á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Þar eru íbúar veikir, starfsmenn veikir og í sóttkví, það er svona það sem er alvarlegast í stöðunni,” segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá hafa að minnsta kosti þrír starfsmenn greinst með veiruna og aðrir eru í sóttkví. Erfitt hefur verið að manna vaktir en Gylfi segir að það horfi nú til betri vegar. „Núna sýnist okkur að við séum búin að fylla þyrlu Landhelgisgæslunnar sem færi þá í fyrramálið ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Það væru þá sirka sex sem kæmu með þeirri sendingu og svo eru fleiri búnir að skrá sig, þannig að okkur sýnist við vera komin fyrir vind í því en áfram eru línurnar opnar og við óskum eftir öllum vinnufúsum höndum, sérstaklega meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.“ Í ljósi ástandsins var ákveðið um fjögur leitið í dag að herða aðgerðir á fleiri stöðum á Vestfjörðum en í Bolungarvík, á Ísafirði og Hnífsdal. Nú á samkomubann fimm eða færri einnig við um Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Miðað er við að 30 viðskiptavinir séu að hámarki inni í stærri verslunum á hverjum tíma. Þá eru leikskólar lokaðir frá og með morgundeginum. Þó fá börn á forgangslistum vistun á leikskólum. Grunnskólinn er farinn í páskafrí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Sjá meira
Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á Hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst hjá íbúum og starfsfólki. 36 einstaklingar hafa reynst smitaðir af Covid-19 á Vestfjörðum þar af fimm síðasta sólarhring. Alls eru 345 í sóttkví og af þeim 236 í Bolungarvík eða einn fjórði íbúa. Á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hafa þrír íbúar greinst með veiruna og grunur er um að einn í viðbót sé smitaður. Aðrir íbúar eru í sóttkví. „Ástandið á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er alvarlegt. Þar eru íbúar veikir, starfsmenn veikir og í sóttkví, það er svona það sem er alvarlegast í stöðunni,” segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þá hafa að minnsta kosti þrír starfsmenn greinst með veiruna og aðrir eru í sóttkví. Erfitt hefur verið að manna vaktir en Gylfi segir að það horfi nú til betri vegar. „Núna sýnist okkur að við séum búin að fylla þyrlu Landhelgisgæslunnar sem færi þá í fyrramálið ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Það væru þá sirka sex sem kæmu með þeirri sendingu og svo eru fleiri búnir að skrá sig, þannig að okkur sýnist við vera komin fyrir vind í því en áfram eru línurnar opnar og við óskum eftir öllum vinnufúsum höndum, sérstaklega meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.“ Í ljósi ástandsins var ákveðið um fjögur leitið í dag að herða aðgerðir á fleiri stöðum á Vestfjörðum en í Bolungarvík, á Ísafirði og Hnífsdal. Nú á samkomubann fimm eða færri einnig við um Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Miðað er við að 30 viðskiptavinir séu að hámarki inni í stærri verslunum á hverjum tíma. Þá eru leikskólar lokaðir frá og með morgundeginum. Þó fá börn á forgangslistum vistun á leikskólum. Grunnskólinn er farinn í páskafrí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Sjá meira