Innlent

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Sylvía Hall skrifar
Lítið sem ekkert ferðaveður er á landinu.
Lítið sem ekkert ferðaveður er á landinu.

Mikið er um lokanir á vegum á Suðvesturlandi vegna veðurs og er búið að loka veginum um Kjalarnes, á Suðurnesjum, Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Suðurstrandarvegi. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi vegna hvassviðris og snjókomu eða skafrennings og skyggni afar slæmt.

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi við Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra. Mjög snarpar vindhviður eru við fjöll og er brýnt fyrir fólki á vef Veðurstofunnar að vera ekki að ferðast á meðan viðvörunin er í gildi.

Vesturlandsvegur við Esjumela. Vegurinn lokaður og fjölmargir í röð sem bíða eftir að komast leiðar sinnar.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.