Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. apríl 2020 12:18 Icelandair flýgur enn til London og Boston nokkuð reglulega. Þá verða ferðir í næstu viku frá Alicante og um Stokkhólm í næstu viku. Vísir/Vilhelm Sjötíu hafa þegar bókað ferð heim með Icelandair frá Alicante í næstu viku og enn eru laus sæti í vélinni. Nokkuð vel er einnig bókað í ferð sem er á áætlun frá Stokkhólmi í næstu viku. Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. Verulegt röskun hefur orðið á flugsamgöngum um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og enn er nokkur fjöldi Íslendinga í útlöndum sem stefnir á að koma heim. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir daglega einhverjar ferðir á áætlun þótt meira og minna allt flug til og frá landinu liggi niðri. „Eins og staðan hefur verið þá höfum við verið að aðlaga flugáætlunina okkar svona 48 tíma fram í tímann og auðvitað lagt áherslu á að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu. Núna erum við að vinna að því að taka ákvarðanir aðeins lengra fram í tímann, svona um það bil viku,“ segir Ásdís. „Eins og staðan er núna þá höfum við verið fyrst og fremst að fljúga til London Evrópu megin og Boston Ameríku megin en síðan erum við með tvö önnur flug sett upp í næstu viku, það er til og frá Stokkhólmi á þriðjudaginn 7. apríl og síðan frá Alicante þar sem við erum að sækja Íslendinga,“ segir Ásdís. Um sjötíu manns hafa þegar bókað ferð heim frá Alicante sem verður á miðvikudaginn og nokkuð vel hefur einnig verið bókað milli Keflavíkur og Stokkhólms að sögn Ásdísar. Ferðir til og frá London og Boston séu á áætlun nánast daglega. „En við höfum líka sameinað flug, þannig það hefur kannski ekki verið á hverjum einasta degi til tveggja áfangastaða en svona nánast,“ segir Ásdís. Þótt áfram standi ákveðnar leiðir opnar til og frá landinu hvetur María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, þá sem hafa hug á að koma heim að gera ráðstafanir hið fyrsta. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti,“ segir María Mjöll. „Það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að loka þannig að ef fólk hyggst koma heim, þá þarf það að gera það núna.“ Ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hversu lengi þetta ástand muni vara. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Sjötíu hafa þegar bókað ferð heim með Icelandair frá Alicante í næstu viku og enn eru laus sæti í vélinni. Nokkuð vel er einnig bókað í ferð sem er á áætlun frá Stokkhólmi í næstu viku. Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. Verulegt röskun hefur orðið á flugsamgöngum um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og enn er nokkur fjöldi Íslendinga í útlöndum sem stefnir á að koma heim. Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir daglega einhverjar ferðir á áætlun þótt meira og minna allt flug til og frá landinu liggi niðri. „Eins og staðan hefur verið þá höfum við verið að aðlaga flugáætlunina okkar svona 48 tíma fram í tímann og auðvitað lagt áherslu á að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu. Núna erum við að vinna að því að taka ákvarðanir aðeins lengra fram í tímann, svona um það bil viku,“ segir Ásdís. „Eins og staðan er núna þá höfum við verið fyrst og fremst að fljúga til London Evrópu megin og Boston Ameríku megin en síðan erum við með tvö önnur flug sett upp í næstu viku, það er til og frá Stokkhólmi á þriðjudaginn 7. apríl og síðan frá Alicante þar sem við erum að sækja Íslendinga,“ segir Ásdís. Um sjötíu manns hafa þegar bókað ferð heim frá Alicante sem verður á miðvikudaginn og nokkuð vel hefur einnig verið bókað milli Keflavíkur og Stokkhólms að sögn Ásdísar. Ferðir til og frá London og Boston séu á áætlun nánast daglega. „En við höfum líka sameinað flug, þannig það hefur kannski ekki verið á hverjum einasta degi til tveggja áfangastaða en svona nánast,“ segir Ásdís. Þótt áfram standi ákveðnar leiðir opnar til og frá landinu hvetur María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, þá sem hafa hug á að koma heim að gera ráðstafanir hið fyrsta. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti,“ segir María Mjöll. „Það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að loka þannig að ef fólk hyggst koma heim, þá þarf það að gera það núna.“ Ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hversu lengi þetta ástand muni vara.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira