Innlent

Einn heppinn var með allar tölur réttar í Lottó

Eiður Þór Árnason skrifar
Enginn var þó með fyrsta vinning í Jóker í kvöld. 
Enginn var þó með fyrsta vinning í Jóker í kvöld.  Vísir/vilhelm

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í kvöld og hlaut 79.441.220 krónur í sinn hlut. Tíu raða miðinn var keyptur í N1 Bíldshöfða í Reykjavík.

Fram kemur á heimasíðu Íslenskrar getspár að auk þess hafi fjórir skipt með sér bónusvinningnum og fékk hver rúmlega 277 þúsund krónur í vasann.  

Enginn var með fyrsta vinning í Jóker en alls fjórtán miðaeigendur voru með annan vinning og fá þeir 100 þúsund krónur hver.

Lott­ó­töl­ur kvölds­ins voru 3, 10, 19, 23 og 32. Bón­ustal­an var 39. Jóker­inn var 9, 1, 9, 5 og 7.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×