Innlent

Einn heppinn var með allar tölur réttar í Lottó

Eiður Þór Árnason skrifar
Enginn var þó með fyrsta vinning í Jóker í kvöld. 
Enginn var þó með fyrsta vinning í Jóker í kvöld.  Vísir/vilhelm

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í kvöld og hlaut 79.441.220 krónur í sinn hlut. Tíu raða miðinn var keyptur í N1 Bíldshöfða í Reykjavík.

Fram kemur á heimasíðu Íslenskrar getspár að auk þess hafi fjórir skipt með sér bónusvinningnum og fékk hver rúmlega 277 þúsund krónur í vasann.  

Enginn var með fyrsta vinning í Jóker en alls fjórtán miðaeigendur voru með annan vinning og fá þeir 100 þúsund krónur hver.

Lott­ó­töl­ur kvölds­ins voru 3, 10, 19, 23 og 32. Bón­ustal­an var 39. Jóker­inn var 9, 1, 9, 5 og 7.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.