Innlent

Um hálft prósent slembi­úrtaks ÍE smitað af kórónu­veirunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm

Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði þegar hann var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld að hann liti ekki á þessar niðurstöður sem endanlegar tölur en von er á niðurstöðum úr öðru slembiúrtaki í dag og á morgun.

„Það lítur út fyrir að dreifing veirunnar í samfélaginu sé ekki að aukast, jafnvel að minnka, sem bendir til þess að aðgerðir þríeykisins séu að virka. Okkur sé að takast að hemja útbreiðslu veirunnar með því að elta uppi þá sem hafa verið nálægt þeim sem smitast og setja þá í sóttkví.“

Sjá einnig: Slembi­úr­tak Ís­lenskrar erfða­greiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í sam­fé­laginu

Kári var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann kynnti niðurstöður slembiúrtaksins en þá átti enn eftir að greina um 250 sýni. Niðurstöðurnar sem hann kynnti þá voru þær að um 0,3 prósent þeirra sem voru í slembiúrtakinu hafi verið smitaðir af kórónuveirunni.


Tengdar fréttir

99 ný smit

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.