Landsréttur staðfestir dóm yfir tveimur föngum fyrir „sérstaklega hættulega“ líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2020 23:30 Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungum hælisleitenda. Vísir/Ernir Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Mennirnir voru báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brotið af Héraðsdómi Suðurlands í lok mars síðasta árs. Þá var annar mannanna, Trausti Rafn Henriksson, dæmdur til að greiða fórnarlambinu, ungum hælisleitanda frá Marokkó, 600 þúsund króna miskabætur vegna árásarinnar. Sá er ráðist var á var einnig fangi á Litla-Hrauni þegar árásin átti sér stað í janúar árið 2018. Hann kom hingað til lands haustið 2016 en hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistaðist til þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komst þannig til Kanada. Skömmu eftir árásina var honum vísað af landi brott. Ákærðu, þeir Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, réðust á Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar 2018. Fram kemur í dómnum að Trausti hafi kýlt og sparkað ítrekað í höfuð og líkama fórnarlambsins auk þess að hafa tekið hann hálstaki. Baldur hafi þá einnig kýlt hann ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Sjá einnig: Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Þá reyndi Baldur einnig að girða niður um hann buxurnar og sest klofvega yfir búk hans og kýlt ítrekað með báðum höndum í höfuð hans þar til hann missti meðvitund. Trausti hafi á meðan þrívegis stappað á höfði mannsins. Hann hlaut mikla áverka af árásinni. Trausta Rafni var einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Þá var Baldur einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Fangelsismál Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir tveimur föngum á Litla-Hrauni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var annar maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa kastað stól í fangavörð og hrækt í andlit hans. Mennirnir voru báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir brotið af Héraðsdómi Suðurlands í lok mars síðasta árs. Þá var annar mannanna, Trausti Rafn Henriksson, dæmdur til að greiða fórnarlambinu, ungum hælisleitanda frá Marokkó, 600 þúsund króna miskabætur vegna árásarinnar. Sá er ráðist var á var einnig fangi á Litla-Hrauni þegar árásin átti sér stað í janúar árið 2018. Hann kom hingað til lands haustið 2016 en hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistaðist til þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komst þannig til Kanada. Skömmu eftir árásina var honum vísað af landi brott. Ákærðu, þeir Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, réðust á Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar 2018. Fram kemur í dómnum að Trausti hafi kýlt og sparkað ítrekað í höfuð og líkama fórnarlambsins auk þess að hafa tekið hann hálstaki. Baldur hafi þá einnig kýlt hann ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Sjá einnig: Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Þá reyndi Baldur einnig að girða niður um hann buxurnar og sest klofvega yfir búk hans og kýlt ítrekað með báðum höndum í höfuð hans þar til hann missti meðvitund. Trausti hafi á meðan þrívegis stappað á höfði mannsins. Hann hlaut mikla áverka af árásinni. Trausta Rafni var einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Þá var Baldur einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017.
Fangelsismál Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira