Svörtustu spár þegar að raungerast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Arnar Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Svörtustu spár eru þegar að raungerast hvað varðar atvinnuleysi og er það gríðarlegt áhyggjuefni að sögn fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þungt hljóð í félagsmönnum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi í gær að ef til vill væri orðið tímabært að skoða beina ríkisstyrki til fyrirtækja í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem blasir við. „Ég tek eftir því að víða um lönd er verið að fara þá leið,“ segir Bjarni. Það sé ljóst að staðan fari versnandi. „Okkar svartasta spá um þátttöku í hlutastarfaleiðinni og hvað atvinnuleysi varðar að öðru leyti eru bara strax að raungerast þannig að mér finnst vera tímabært fyrir okkur að hefja umræðu um þessa þætti,“ segir Bjarni. Þegar liggi fyrir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða. „Eins líka þurfum við að gera ráð fyrir því að frestanir á gjalddögum, eftir atvikum brúarlánin muni á endanum rata í þann farveg að það munu ekki allir geta staðið í skilum og mér finnst langbest að vera heiðarlegur með þetta strax í upphafi,“ segir Bjarni. „Ég hef bara miklar áhyggjur af því hversu víðtæk efnahagsleg áhrif eru strax að birtast útaf þessum faraldri og mér finnst nauðsynlegt að við horfumst í augu við það strax.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir áhrifin vera smám saman að koma í ljós. „Á síðustu tveimur vikum þá erum við búin að hringja í á fimmta hundrað félagsmenn í ólíkum greinum iðnaðar til þess að fá svona hugmynd um það hvernig ástandið kemur við reksturinn,“ segir Sigurður. Ástandið bitni með mismunandi hætti á ólíkar greinar iðnaðarins. „Við finnum það auðvitað á okkar félagsmönnum að meira þarf til svoleiðis að við erum auðvitað vongóð um það að svo verði.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira