Formaður Blaðamannafélagsins fordæmir lögbannið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2017 20:10 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fordæmir lögbannið og segir Sýslumanninn ekki eiga erindi inn á ritstjórnarskrifstofum fjölmiðla. vísir/stefán „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fyrir hönd félagsins. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi sem byggður var á gögnum úr Glitni. Í fréttum miðlanna var meðal annars fjallað um fjármál Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins. Að því er fram kemur í grein á press.is, vefsvæði Blaðamannafélags Íslands, telur Hjálmar aðgerðirnar vera aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og að með þeim sé verið að brjóta á rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. „Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela!,“ segir Hjálmar jafnframt. Í greininni er meðal annars fullyrt að afar fátítt sé að lögbann sé sett á gögn sem Íslenskir fjölmiðlar byggja fréttir sínar á.Píratar sendu frá sér fréttatilkynningu um lögbannið og fordæmdu gjörninginn.PíratarPíratar fordæma lögbanniðÍ yfirlýsingu frá Pírötum er þess krafist að þöggunartilburðum sem þessum linni. „Enn og aftur hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík sett lögbann á starfsemi fjölmiðla í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fréttaflutning sem er óheppilegur fyrir fjársterka aðila og fjármálafyrirtæki. Enn og aftur gerir hann það þrátt fyrir ítrekuð dómafordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu og skýr fyrirmæli frá Evrópuráði, og frá Alþingi, um að ekki sé ásættanlegt að skerða tjáningarfrelsi með tálmunum á útgáfu nema í mjög afmörkuðum undantekningar tilfellum,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar eru þeirrar skoðunar að almannahagsmunir vegi þyngra á vogarskálunum en bankaleynd í þessu tilfelli. Vakið er athygli á því að upplýsingar séu forsenda þess að einstaklingur geti borið ábyrgð og getu til að taka ákvarðanir. „Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir.“ Píratar vara við afleiðingum þess að næra þöggunarsamfélagið. „Þegar ríkisvaldi er beitt til að hindra starfsemi fjölmiðla er verið að næra skuggahlið okkar samfélags með meiri þöggun. Það er ólíðandi,“ segir í yfirlýsingu Pírata. Mál sem þessi sé ástæðan fyrir því að Ísland hafi vikið úr fyrsta sæti á heimslistanum á World Press Freedom Index og vermi nú tíunda sætið. Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fyrir hönd félagsins. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi sem byggður var á gögnum úr Glitni. Í fréttum miðlanna var meðal annars fjallað um fjármál Bjarna Benediktssonar, starfandi forsætisráðherra, í aðdraganda fjármálahrunsins. Að því er fram kemur í grein á press.is, vefsvæði Blaðamannafélags Íslands, telur Hjálmar aðgerðirnar vera aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og að með þeim sé verið að brjóta á rétti blaðamanna til að afla sér gagna og vinna úr þeim. „Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela!,“ segir Hjálmar jafnframt. Í greininni er meðal annars fullyrt að afar fátítt sé að lögbann sé sett á gögn sem Íslenskir fjölmiðlar byggja fréttir sínar á.Píratar sendu frá sér fréttatilkynningu um lögbannið og fordæmdu gjörninginn.PíratarPíratar fordæma lögbanniðÍ yfirlýsingu frá Pírötum er þess krafist að þöggunartilburðum sem þessum linni. „Enn og aftur hefur Sýslumaðurinn í Reykjavík sett lögbann á starfsemi fjölmiðla í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fréttaflutning sem er óheppilegur fyrir fjársterka aðila og fjármálafyrirtæki. Enn og aftur gerir hann það þrátt fyrir ítrekuð dómafordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu og skýr fyrirmæli frá Evrópuráði, og frá Alþingi, um að ekki sé ásættanlegt að skerða tjáningarfrelsi með tálmunum á útgáfu nema í mjög afmörkuðum undantekningar tilfellum,“ segir í yfirlýsingunni. Píratar eru þeirrar skoðunar að almannahagsmunir vegi þyngra á vogarskálunum en bankaleynd í þessu tilfelli. Vakið er athygli á því að upplýsingar séu forsenda þess að einstaklingur geti borið ábyrgð og getu til að taka ákvarðanir. „Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja að almenningur geti tekið upplýstar ákvarðanir.“ Píratar vara við afleiðingum þess að næra þöggunarsamfélagið. „Þegar ríkisvaldi er beitt til að hindra starfsemi fjölmiðla er verið að næra skuggahlið okkar samfélags með meiri þöggun. Það er ólíðandi,“ segir í yfirlýsingu Pírata. Mál sem þessi sé ástæðan fyrir því að Ísland hafi vikið úr fyrsta sæti á heimslistanum á World Press Freedom Index og vermi nú tíunda sætið.
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03