Ellý greinir frá raunum sínum af húsnæðismarkaðnum: „Það er erfitt að segja frá þessu en svona voru aðstæður mínar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2017 18:45 Ellý Ármannsdóttir talaði fyrir hönd margra í svipaðri stöðu þegar hún hélt erindi á málþingi um húsnæðismál. Ellý Ármannsdóttir Ellý Ármannsdóttir, sem er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf á vettvangi fjölmiðla, þurfti á tímabili að flytja í leiguherbergi elsta sonar síns með, þá, tíu ára dóttur sína. Þetta var raunveruleiki Ellýjar um skeið eftir að hún missti húsið sitt því lítið eða ekkert var um íbúðir á viðráðanlegu verði á þeim tíma. Þetta kom fram í erindi Ellýjar á nýafstöðnu málþingi um húsnæðismál. Á þinginu greindu þær Guðrún Ásta Tryggvadóttir, grunnskólakennari, Guðný Helga Grímsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, Hildur Hjörvar, lögfræðingur og Ellý Ármannsdóttir, fjölmiðlakona, frá raunum sínum af hinum íslenska húsnæðismarkaði en margir leita að þaki yfir höfuðið með vindinn í fanginu.Flutti með dóttur sína í leiguherbergi sonar sínsÞegar Ellý skyldi við manninn sinn missti hún húsið. Elsti sonur Ellýjar sem var tuttugu og eins árs á þeim tíma skaut skjólshúsi fyrir móður sína og tíu ára systur. Hann sjálfur flutti til kærustunnar sinnar á meðan. Á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi í Vesturbæ Reykjavíkur deila mæðgurnar á þeim tíma baðherbergi og eldhúsi með íbúum sem dvelja í tveimur herbergjum á sömu hæð.Ellý Ármannsdóttir hefur reynt að gera gott úr erfiðum aðstæðum þar sem hún hefur neyðst til þess að flytjast íbúða á milli með dóttur sína á erfiðum húsnæðismarkaði.Ellý ÁrmannsdóttirStækur mygluþefurInni á baðherberginu var stækur mygluþefur en á málþinginu sagði Ellý frá því hvernig hún gerði leik úr því þegar mæðgurnar burstuðu tennurnar á kvöldin með því að halda fyrir nefið.Sofa með eyrnatappaEllý fluttist í kjölfarið með dóttur sína úr leiguherbergi sonar síns og í íbúð með húsgögnum. Fyrir hana þurfti Ellý að greiða þrjú hundruð og sextíu þúsund krónur á mánuði. Til þess að ná að standa í skilum fyrir íbúðinni neyddist Ellý til þess að gera hlé á MBA-náminu sem hún stundar. Eftir sex mánuði í þeirri íbúð fluttist hún með dóttur sína í íbúð í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Í dag dvelur Ellý með dóttur sína í leiguherbergi íbúðar sem staðsett er fyrir ofan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur en slíku húsnæði fylgir auðvitað talsverð hljóðmengun. „Við dóttir mín erum með tvöfalt rúm og deilum eldhúsi með pólskri konu. Herbergið er fyrir ofan skemmtistað og dóttir mín kann lagalistann utan að. Það er spilað til klukkan fjögur og við sofum með eyrnatappa en staðsetningin er fín og við förum reglulega á kaffihús,“ segi Ellý sem missir þetta herbergi fyrsta janúar næstkomandi og neyðist því, enn á ný, til þess að leita að nýju leiguhúsnæði. „Ég er bara byrjuð að leita,“ segir Ellý í samtali við Vísi. Hún hafi stigið fram og greint frá reynslu sinni á málþinginu vegna þess að hún tali fyrir marga: „Það eru svo margir í þessari stöðu,“ segir Ellý. Hún bendir á að fólk sem á í erfiðleikum á húsnæðismarkaðnum upplifi gríðarlega niðurlægingu og að þessi erfiða staða sé fólki oft mikið feimnismál.Hér að neðan er hægt að lesa um erindi þeirra kvenna sem greindu frá raunum sínum af húsnæðismarkaðnum. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Ellý Ármannsdóttir, sem er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf á vettvangi fjölmiðla, þurfti á tímabili að flytja í leiguherbergi elsta sonar síns með, þá, tíu ára dóttur sína. Þetta var raunveruleiki Ellýjar um skeið eftir að hún missti húsið sitt því lítið eða ekkert var um íbúðir á viðráðanlegu verði á þeim tíma. Þetta kom fram í erindi Ellýjar á nýafstöðnu málþingi um húsnæðismál. Á þinginu greindu þær Guðrún Ásta Tryggvadóttir, grunnskólakennari, Guðný Helga Grímsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, Hildur Hjörvar, lögfræðingur og Ellý Ármannsdóttir, fjölmiðlakona, frá raunum sínum af hinum íslenska húsnæðismarkaði en margir leita að þaki yfir höfuðið með vindinn í fanginu.Flutti með dóttur sína í leiguherbergi sonar sínsÞegar Ellý skyldi við manninn sinn missti hún húsið. Elsti sonur Ellýjar sem var tuttugu og eins árs á þeim tíma skaut skjólshúsi fyrir móður sína og tíu ára systur. Hann sjálfur flutti til kærustunnar sinnar á meðan. Á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi í Vesturbæ Reykjavíkur deila mæðgurnar á þeim tíma baðherbergi og eldhúsi með íbúum sem dvelja í tveimur herbergjum á sömu hæð.Ellý Ármannsdóttir hefur reynt að gera gott úr erfiðum aðstæðum þar sem hún hefur neyðst til þess að flytjast íbúða á milli með dóttur sína á erfiðum húsnæðismarkaði.Ellý ÁrmannsdóttirStækur mygluþefurInni á baðherberginu var stækur mygluþefur en á málþinginu sagði Ellý frá því hvernig hún gerði leik úr því þegar mæðgurnar burstuðu tennurnar á kvöldin með því að halda fyrir nefið.Sofa með eyrnatappaEllý fluttist í kjölfarið með dóttur sína úr leiguherbergi sonar síns og í íbúð með húsgögnum. Fyrir hana þurfti Ellý að greiða þrjú hundruð og sextíu þúsund krónur á mánuði. Til þess að ná að standa í skilum fyrir íbúðinni neyddist Ellý til þess að gera hlé á MBA-náminu sem hún stundar. Eftir sex mánuði í þeirri íbúð fluttist hún með dóttur sína í íbúð í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Í dag dvelur Ellý með dóttur sína í leiguherbergi íbúðar sem staðsett er fyrir ofan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur en slíku húsnæði fylgir auðvitað talsverð hljóðmengun. „Við dóttir mín erum með tvöfalt rúm og deilum eldhúsi með pólskri konu. Herbergið er fyrir ofan skemmtistað og dóttir mín kann lagalistann utan að. Það er spilað til klukkan fjögur og við sofum með eyrnatappa en staðsetningin er fín og við förum reglulega á kaffihús,“ segi Ellý sem missir þetta herbergi fyrsta janúar næstkomandi og neyðist því, enn á ný, til þess að leita að nýju leiguhúsnæði. „Ég er bara byrjuð að leita,“ segir Ellý í samtali við Vísi. Hún hafi stigið fram og greint frá reynslu sinni á málþinginu vegna þess að hún tali fyrir marga: „Það eru svo margir í þessari stöðu,“ segir Ellý. Hún bendir á að fólk sem á í erfiðleikum á húsnæðismarkaðnum upplifi gríðarlega niðurlægingu og að þessi erfiða staða sé fólki oft mikið feimnismál.Hér að neðan er hægt að lesa um erindi þeirra kvenna sem greindu frá raunum sínum af húsnæðismarkaðnum.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent