Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2017 10:35 Margrét Gauja var reglulega föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni sem hún mátti sæta þegar hún starfaði í lögreglunni fyrir 17 árum. Mikil vakning á sér nú stað á Íslandi en hver konan á fætur annarri hefur stigið fram á undanförnum dögum og greint frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa mátt sæta. Þessa vakningu má rekja fregna af konum sem hafa stigið fram vestra í stórum stíl og greint frá kynferðislegri áreitni og nauðgunum Harvey Weintstein kvikmyndaframleiðanda. Margrét Gauja lýsir því á Facebooksíðu sinni að þegar hún var 23 og starfaði innan lögreglunnar hafi samstarfsmaður hennar, maður sem hún hafi gengið vaktir með og oft verið með í lögreglubíl, notað aðstöðu sína til að áreita hana kynferðislega. Þetta leiddi svo til þess að Margrét Gauja greip til þess að láta í sig of stóran skammt svefnlyfja.Reglulega föst með manninum í lögreglubíl Um var að ræða giftan mann en Margrét Gauja stóð frammi fyrir sambandsslitum sjálf á þessum tíma. „Einn samstarfmaður minn sá sér leik á borði og byrjaði áreitið. Ég þurfti að sitja með honum í bíl aðra hverja vakt í 12 klst. Hann byrjaði rólega, tala um sínar fantasíur og að ílla gengi í sambandi hans og konunnar, hún væri svo kynköld. Ég reyndi að forðast umræðuna en það tókst aldrei. Næst var hann byrjaður að suða i mér að fá að sleikja á mér píkuna, hann hefði svo mikla ánægju afþví. Án allra skuldbindinga, bara að fullnægja mér, ekkert annað.Í hvert skipti sem ég settist uppí lögreglubílinn með honum byrjaði það, vorum varla komin útá Reykjanesbraut. Ég sat bara og þagði. Ríghélt í Nokia 5110 símann minn ef hann myndi láta vaða.“Vildi bara sofna og dofna Fram kemur í pistli Margrétar Gauju að það hafi tekið mjög á að segja frá þessu atviki opinberlega. „En ég ætla að láta vaða núna, sit hér skjálfandi við tölvuna,“ skrifar Margrét Gauja. Álagið sem fylgdi þessu stöðuga áreiti samstarfsmanns hennar í lögreglunni var svo mikið að hún fór í lyfjaskáp móður sinnar. „Einn daginn gafst ég upp, með allt í rugli heima hjá mér, samskipti við Davíð í hassi og svo flökurt við að horfa á lögreglubúninginn minn braust ég inní lyfjaskáp mömmu og át öll amerísku verkjalyfin hennar. Ekki til að reyna sjálfsvíg, ég vildi bara sofna og dofna.“Áreitni í skálkaskjóli valds Margrét Gauja segir svo frá að henni hafi verið reynst örðugt að greina yfirmönnum frá því hvað var í gangi, hún hafi verið neðst í goggunarröðinni innan lögreglunnar. Og þetta hefur gengið erfiðlega að vinna úr þessari skelfilegu reynslu: „Núna 17 árum síðan er ég enn að vinna úr þessari reynslu.Ég sat á þingi þegar skýrslan um kynferðislega áreitni innan lögreglunnar kom út. Ég kom ekki upp orði, satt bara flökurt og klökk í þingsalnum. Hljóp inná klósett, kastaði upp og grét. Þetta er því miður ekki eina svona reynsla mín. Ég hef oft lent í grófu áreiti en svona áreiti er það versta. Að vera fastur í aðstæðum þar sem hinn aðilinn nýtir sér völd sín og stöðu til að níðast á þér.“ Margrét Gauja vonast til þess að frásögn hennar muni veita fleirum styrk til að segja sína sögu. „Takk þið öll sem hafa stígið fram undanfarin ár og gefið mér þetta hugrekki. Án ykkar væri ég bara enn að öskra í koddann og kenna mér um.“ Og með fylgja myllumerkin: #höfumhátt #notalone #þöggunPistillinn, sem Margrét Gauja birti nú í morgun, hefur vakið mikla athygli og hrannast stuðningsyfirlýsingar upp á athugasemdakerfinu. Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Tengdar fréttir Telma segir frá áreitni þriggja manna "Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“ 16. október 2017 06:00 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni sem hún mátti sæta þegar hún starfaði í lögreglunni fyrir 17 árum. Mikil vakning á sér nú stað á Íslandi en hver konan á fætur annarri hefur stigið fram á undanförnum dögum og greint frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa mátt sæta. Þessa vakningu má rekja fregna af konum sem hafa stigið fram vestra í stórum stíl og greint frá kynferðislegri áreitni og nauðgunum Harvey Weintstein kvikmyndaframleiðanda. Margrét Gauja lýsir því á Facebooksíðu sinni að þegar hún var 23 og starfaði innan lögreglunnar hafi samstarfsmaður hennar, maður sem hún hafi gengið vaktir með og oft verið með í lögreglubíl, notað aðstöðu sína til að áreita hana kynferðislega. Þetta leiddi svo til þess að Margrét Gauja greip til þess að láta í sig of stóran skammt svefnlyfja.Reglulega föst með manninum í lögreglubíl Um var að ræða giftan mann en Margrét Gauja stóð frammi fyrir sambandsslitum sjálf á þessum tíma. „Einn samstarfmaður minn sá sér leik á borði og byrjaði áreitið. Ég þurfti að sitja með honum í bíl aðra hverja vakt í 12 klst. Hann byrjaði rólega, tala um sínar fantasíur og að ílla gengi í sambandi hans og konunnar, hún væri svo kynköld. Ég reyndi að forðast umræðuna en það tókst aldrei. Næst var hann byrjaður að suða i mér að fá að sleikja á mér píkuna, hann hefði svo mikla ánægju afþví. Án allra skuldbindinga, bara að fullnægja mér, ekkert annað.Í hvert skipti sem ég settist uppí lögreglubílinn með honum byrjaði það, vorum varla komin útá Reykjanesbraut. Ég sat bara og þagði. Ríghélt í Nokia 5110 símann minn ef hann myndi láta vaða.“Vildi bara sofna og dofna Fram kemur í pistli Margrétar Gauju að það hafi tekið mjög á að segja frá þessu atviki opinberlega. „En ég ætla að láta vaða núna, sit hér skjálfandi við tölvuna,“ skrifar Margrét Gauja. Álagið sem fylgdi þessu stöðuga áreiti samstarfsmanns hennar í lögreglunni var svo mikið að hún fór í lyfjaskáp móður sinnar. „Einn daginn gafst ég upp, með allt í rugli heima hjá mér, samskipti við Davíð í hassi og svo flökurt við að horfa á lögreglubúninginn minn braust ég inní lyfjaskáp mömmu og át öll amerísku verkjalyfin hennar. Ekki til að reyna sjálfsvíg, ég vildi bara sofna og dofna.“Áreitni í skálkaskjóli valds Margrét Gauja segir svo frá að henni hafi verið reynst örðugt að greina yfirmönnum frá því hvað var í gangi, hún hafi verið neðst í goggunarröðinni innan lögreglunnar. Og þetta hefur gengið erfiðlega að vinna úr þessari skelfilegu reynslu: „Núna 17 árum síðan er ég enn að vinna úr þessari reynslu.Ég sat á þingi þegar skýrslan um kynferðislega áreitni innan lögreglunnar kom út. Ég kom ekki upp orði, satt bara flökurt og klökk í þingsalnum. Hljóp inná klósett, kastaði upp og grét. Þetta er því miður ekki eina svona reynsla mín. Ég hef oft lent í grófu áreiti en svona áreiti er það versta. Að vera fastur í aðstæðum þar sem hinn aðilinn nýtir sér völd sín og stöðu til að níðast á þér.“ Margrét Gauja vonast til þess að frásögn hennar muni veita fleirum styrk til að segja sína sögu. „Takk þið öll sem hafa stígið fram undanfarin ár og gefið mér þetta hugrekki. Án ykkar væri ég bara enn að öskra í koddann og kenna mér um.“ Og með fylgja myllumerkin: #höfumhátt #notalone #þöggunPistillinn, sem Margrét Gauja birti nú í morgun, hefur vakið mikla athygli og hrannast stuðningsyfirlýsingar upp á athugasemdakerfinu.
Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Tengdar fréttir Telma segir frá áreitni þriggja manna "Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“ 16. október 2017 06:00 Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Telma segir frá áreitni þriggja manna "Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“ 16. október 2017 06:00
Þórhildur Sunna segir frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi: „Ég táraðist af sársauka“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hvetur karlmenn til þess að tala við aðra karlmenn um samþykki og mörk. 16. október 2017 08:45