Fótbolti

Leiktímar HM 2014 gefnir út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út leiktíma fyrir leiki heimsmeistarakeppninnar í Brasilíu árið 2014.

Tímasetningar leikjanna ættu að henta sjónvarpsáhorfendum á Íslandi ágætlega. Leikir í riðlakeppni hefjast aldrei fyrr en klukkan 16.00 og ekki síðar en á miðnætti.

Leikir í 16- og 8-liða úrslitum fara fram klukkan 16.00 og 20.00. Undanúrslitaleikirnir klukkan 20.00 og úrslitaleikur keppninnar fer fram sunnudaginn 13. júlí klukkan 19.00.

HM 2014 hefst þann 12. júní og stendur því í yfir í rétt rúman mánuð.

Hér má sjá leikjaáætlun HM 2014 í PDF-skjali frá FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×