Bandaríkin sló Brasilíu út í dramatískum leik eftir vítakeppni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2011 18:25 Hope Solo var hetja BNA. nordic photos / AFP Það verða Bandaríkin sem mæta Frökkum í undanúrslitum á HM kvenna á miðvikudag. Bandaríkin lagði Brasilíu í risaslag í 8-liða úrslitum í dag eftir vítaspyrnukeppni sem lauk 5-3. Bandaríkin fengu óskabyrjun í leiknum þegar Brasilía skoraði sjálfsmark strax á annarri mínútu. Leikurinn var í járnum og Bandaríkin hélt forskotinu allt þar til á 68. mínútu. Þá braut Rachel Buehler á Mörtu sem var í upplögðu marktækifæri. Vítaspyrna dæmd og Buehler rekin af velli. Marta steig á punktinn og tók vítaspyrnuna, en Hope Solo, markvörður bandaríska liðsins, varði vítaspyrnuna. Mikil fögnuður braust út hjá þeim bandarísku en upp úr þurru flautaði dómari leiksins og vildi að vítaspyrnan yrði endurtekinn. Dómari leiksins vildi meina að Hope Solo hefði farið af línunni þegar vítaspyrnan var tekin og lét endurtaka spyrnuna, glórulaus dómur. Marta steig aftur á vítapunktinn og skoraði örugglega. Bandaríkin var því einum færri út leiktímann og staðan jöfn 1-1. Leikurinn hélst óbreyttur út venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Strax á upphafsmínútu framlengingarinnar náðu þær brasilísku að komast yfir með öðru marki frá Mörtu. Það leit allt út fyrir að Brasilía væri að innbyrða sigur en Bandaríkin neituðu að gefast upp. Þegar komið var fram á 122. mínútu leiksins náðu þær að jafna metin á dramatískan hátt þegar Abby Wambach skallaði knöttinn í netið og allt ætlaði um koll að keyra. Staðan því 2-2 eftir framlenginguna og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Bandaríkin skoruðu úr öllum sínum vítaspyrnum, en það var Hope Solo, markvörður liðsins, sem var hetjan en hún varði þriðju spyrnu Brasilíu frá Daiane. Bandaríkin því komið í undanúrslitin og mæta Frökkum. Svíþjóð mætir Japan í hinum undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn en úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 17. júlí. Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Það verða Bandaríkin sem mæta Frökkum í undanúrslitum á HM kvenna á miðvikudag. Bandaríkin lagði Brasilíu í risaslag í 8-liða úrslitum í dag eftir vítaspyrnukeppni sem lauk 5-3. Bandaríkin fengu óskabyrjun í leiknum þegar Brasilía skoraði sjálfsmark strax á annarri mínútu. Leikurinn var í járnum og Bandaríkin hélt forskotinu allt þar til á 68. mínútu. Þá braut Rachel Buehler á Mörtu sem var í upplögðu marktækifæri. Vítaspyrna dæmd og Buehler rekin af velli. Marta steig á punktinn og tók vítaspyrnuna, en Hope Solo, markvörður bandaríska liðsins, varði vítaspyrnuna. Mikil fögnuður braust út hjá þeim bandarísku en upp úr þurru flautaði dómari leiksins og vildi að vítaspyrnan yrði endurtekinn. Dómari leiksins vildi meina að Hope Solo hefði farið af línunni þegar vítaspyrnan var tekin og lét endurtaka spyrnuna, glórulaus dómur. Marta steig aftur á vítapunktinn og skoraði örugglega. Bandaríkin var því einum færri út leiktímann og staðan jöfn 1-1. Leikurinn hélst óbreyttur út venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Strax á upphafsmínútu framlengingarinnar náðu þær brasilísku að komast yfir með öðru marki frá Mörtu. Það leit allt út fyrir að Brasilía væri að innbyrða sigur en Bandaríkin neituðu að gefast upp. Þegar komið var fram á 122. mínútu leiksins náðu þær að jafna metin á dramatískan hátt þegar Abby Wambach skallaði knöttinn í netið og allt ætlaði um koll að keyra. Staðan því 2-2 eftir framlenginguna og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Bandaríkin skoruðu úr öllum sínum vítaspyrnum, en það var Hope Solo, markvörður liðsins, sem var hetjan en hún varði þriðju spyrnu Brasilíu frá Daiane. Bandaríkin því komið í undanúrslitin og mæta Frökkum. Svíþjóð mætir Japan í hinum undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn en úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 17. júlí.
Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira