Vikan á Vísi: MDMA, fjall á flugi, bíll á hvolfi og dýrkeypt djamm Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. október 2014 07:00 Mikið var um að vera í vikunni sem var. Vísir Bíll og hvolfi, fjall á flugi, dýrkeypt djamm menntaskóladrengja og sorgleg saga af stúlku sem dó eftir að hafa tekið inn eiturlyf á djamminu fóru frétta hæst í vikunni sem var á Vísi. Alvarlegt slys sem íslensk stúlka í Noregi lenti í og saga stúlku sem ánetjaðist rítalíni ung að aldri vöktu einnig athygli. Þá má ekki gleyma smyglaranum sem heldur úti svartri verslun í fangelsi og ummælum um ónafngreindan mann sem voru dæmd dauð og ómerk.Lést eftir margfaldan dauðaskammt af Mollý Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í byrjun vikunnar þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir sagði sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur sem fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein hennar var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu.Hafþór birti þessa mynd af sér.Veltu bíl í kjallaranumMyndband úr öryggismyndavélakerfi Höfðatorgs var sett á YouTube í vikunni og sló rækilega í gegn. Á myndbandinu sést afar óheppið par keyra í gegnum öryggishlið í bílakjallara Höfðatorgsturnsins. Þau áttu afar erfitt með að komast út þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og var það ekki fyrr en þau bökkuðu af krafti á hliðið að þau komust í gegn. Það vildi þó ekki betur til en svo að þau veltu bílnum á hvolf í leiðinni. Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið á föstudag eftir að það hafði verið í birtingu í tvo daga.Fljúga yfir fjöll en flytja þau ekki Kraftajötninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni var svarað skemmtilega af starfsmanni Icelandair á Twitter. Hafþór birti mynd af sér inni á klósetti í flugvél Icelandair um helgina og talaði um hversu erfitt það sé að vera jafn stór og hann, þegar maður ferðast. Hafþóri fékk svar um hæl: „Sæll Hafþór, því miður eru flugvélarnar til þess að fljúga yfir fjöll, ekki flytja þau. Voanndi naust þú flugsins.Drengirnir fengu sér öl áður en þeir fóru í ferð til Ítalíu.Dýrkeypt djamm VerzlingaSextán drengir hafa verið reknir úr Verzlunarskólanum eftir að hafa verið staðnir að drykkju í húsakynnum skólans, sem þykir alvarlegt brot á reglum skólans. Forsaga málsins er að hópur nemenda við Verzlunarskólann voru að fara til Ítalíu í námsferð sem tengdist listfræðinámi nemendanna. Samkvæmt heimildum Vísis voru nemendurnir hátt uppi og hressir vegna fyrirhugaðrar ferðar; skemmtu sér vel í kjallara skólans áður en farið var út á Leifsstöð.Alvarlega slösuð eftir mótorkrossslysBrynja Hlíf Hjaltadóttir, 16 ára íslensk stúlka, lenti í alvarlegu mótorkrossslysi í Noregi fyrir tæpum hálfum mánuði. Brynja er nemandi í íþróttaskóla í Setesdal sem er um 200 km suður af Ósló. „Við vitum í raun og veru ekki ennþá hvað gerðist. Staðan er það alvarleg að við höfum ekki viljað spyrja hana út í hvað gerðist nákvæmlega,“ segir Hjalti Úrsus Árnasyni, faðir Brynju, sem er staddur úti í Noregi. Þrír hryggjarliðir brotnuðu og segir Hjalti að Brynja sé tilfinningalaus í fótunum eins og er.Sunneva var greind með ofvirkni þrettán ára gömul.Með geðhvarfasýki eftir rítalínsneysluSunneva Ýr Sævarsdóttir var brosmild og skemmtileg stelpa sem átti stundum erfitt með að hemja skapið þegar henni mislíkaði eitthvað. Þrettán ára gömul var hún greind með mikla ofvirkni og byrjaði að taka inn Rítalín og leiddist eftir það inn á braut fíkniefna. Sextán ára gömul var Sunneva svo loks greind með geðhvarfasýki en var á þeim tíma of langt leidd í vímuefnaneyslu til þess að taka inn geðlyfin sem gátu hjálpað henni í átt að bata. Ísland í dag ræðir í kvöld við Herborgu, móður Sunnevu,sem lýsir erfiðum árum í lífi fjölskyldunnar en í dag er Sunneva búin að vera edrú í nokkra mánuði, tekur að staðaldri inn lyfin sín og er því í góðu jafnvægi.Sævar situr í fangelsi fyrir umfangsmikið smyglmál.Smyglari rekur svarta verslun á KvíabryggjuSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. Ummæli um ónafngreindan mann ómerk Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þann 13. október nokkur ummæli í bókinni Valsað milli vídda dauð og ómerk. Dómurinn dæmdi einnig höfund bókarinnar, Þórunni K. Emilsdóttur, til að greiða manni 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummælanna. Í dómsorði segir frá því að maðurinn haldi því fram að við útgáfu bókarinnar hafi hún hringt í fjölda fólks og upplýst að gerandinn í bókinni væri stefnandi. Það sé raunar viðurkennt í bókinni. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Bíll og hvolfi, fjall á flugi, dýrkeypt djamm menntaskóladrengja og sorgleg saga af stúlku sem dó eftir að hafa tekið inn eiturlyf á djamminu fóru frétta hæst í vikunni sem var á Vísi. Alvarlegt slys sem íslensk stúlka í Noregi lenti í og saga stúlku sem ánetjaðist rítalíni ung að aldri vöktu einnig athygli. Þá má ekki gleyma smyglaranum sem heldur úti svartri verslun í fangelsi og ummælum um ónafngreindan mann sem voru dæmd dauð og ómerk.Lést eftir margfaldan dauðaskammt af Mollý Sjónvarpsþátturinn Brestir hóf göngu sína á Stöð 2 í byrjun vikunnar þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir sagði sögu Evu Maríu Þorvarðardóttur sem fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur þann 16. nóvember síðastliðinn. Banamein hennar var margfaldur dauðaskammtur af eiturlyfinu Mollý, eða MDMA, sem fjölmörg ungmenni telja skaðlaust og þykir lítið tiltökumál að taka inn á djamminu.Hafþór birti þessa mynd af sér.Veltu bíl í kjallaranumMyndband úr öryggismyndavélakerfi Höfðatorgs var sett á YouTube í vikunni og sló rækilega í gegn. Á myndbandinu sést afar óheppið par keyra í gegnum öryggishlið í bílakjallara Höfðatorgsturnsins. Þau áttu afar erfitt með að komast út þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og var það ekki fyrr en þau bökkuðu af krafti á hliðið að þau komust í gegn. Það vildi þó ekki betur til en svo að þau veltu bílnum á hvolf í leiðinni. Eigendur Höfðatorgs létu fjarlægja myndbandið á föstudag eftir að það hafði verið í birtingu í tvo daga.Fljúga yfir fjöll en flytja þau ekki Kraftajötninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni var svarað skemmtilega af starfsmanni Icelandair á Twitter. Hafþór birti mynd af sér inni á klósetti í flugvél Icelandair um helgina og talaði um hversu erfitt það sé að vera jafn stór og hann, þegar maður ferðast. Hafþóri fékk svar um hæl: „Sæll Hafþór, því miður eru flugvélarnar til þess að fljúga yfir fjöll, ekki flytja þau. Voanndi naust þú flugsins.Drengirnir fengu sér öl áður en þeir fóru í ferð til Ítalíu.Dýrkeypt djamm VerzlingaSextán drengir hafa verið reknir úr Verzlunarskólanum eftir að hafa verið staðnir að drykkju í húsakynnum skólans, sem þykir alvarlegt brot á reglum skólans. Forsaga málsins er að hópur nemenda við Verzlunarskólann voru að fara til Ítalíu í námsferð sem tengdist listfræðinámi nemendanna. Samkvæmt heimildum Vísis voru nemendurnir hátt uppi og hressir vegna fyrirhugaðrar ferðar; skemmtu sér vel í kjallara skólans áður en farið var út á Leifsstöð.Alvarlega slösuð eftir mótorkrossslysBrynja Hlíf Hjaltadóttir, 16 ára íslensk stúlka, lenti í alvarlegu mótorkrossslysi í Noregi fyrir tæpum hálfum mánuði. Brynja er nemandi í íþróttaskóla í Setesdal sem er um 200 km suður af Ósló. „Við vitum í raun og veru ekki ennþá hvað gerðist. Staðan er það alvarleg að við höfum ekki viljað spyrja hana út í hvað gerðist nákvæmlega,“ segir Hjalti Úrsus Árnasyni, faðir Brynju, sem er staddur úti í Noregi. Þrír hryggjarliðir brotnuðu og segir Hjalti að Brynja sé tilfinningalaus í fótunum eins og er.Sunneva var greind með ofvirkni þrettán ára gömul.Með geðhvarfasýki eftir rítalínsneysluSunneva Ýr Sævarsdóttir var brosmild og skemmtileg stelpa sem átti stundum erfitt með að hemja skapið þegar henni mislíkaði eitthvað. Þrettán ára gömul var hún greind með mikla ofvirkni og byrjaði að taka inn Rítalín og leiddist eftir það inn á braut fíkniefna. Sextán ára gömul var Sunneva svo loks greind með geðhvarfasýki en var á þeim tíma of langt leidd í vímuefnaneyslu til þess að taka inn geðlyfin sem gátu hjálpað henni í átt að bata. Ísland í dag ræðir í kvöld við Herborgu, móður Sunnevu,sem lýsir erfiðum árum í lífi fjölskyldunnar en í dag er Sunneva búin að vera edrú í nokkra mánuði, tekur að staðaldri inn lyfin sín og er því í góðu jafnvægi.Sævar situr í fangelsi fyrir umfangsmikið smyglmál.Smyglari rekur svarta verslun á KvíabryggjuSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. Ummæli um ónafngreindan mann ómerk Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þann 13. október nokkur ummæli í bókinni Valsað milli vídda dauð og ómerk. Dómurinn dæmdi einnig höfund bókarinnar, Þórunni K. Emilsdóttur, til að greiða manni 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummælanna. Í dómsorði segir frá því að maðurinn haldi því fram að við útgáfu bókarinnar hafi hún hringt í fjölda fólks og upplýst að gerandinn í bókinni væri stefnandi. Það sé raunar viðurkennt í bókinni.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira