Kvíðin á hverjum einasta degi Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 22. október 2014 14:20 Herborg Svana Hjelm fæddi stúlku í heiminn fyrir nítján árum síðan og fékk sú stutta nafnið Sunneva Ýr og er Sævarsdóttir. Sunneva var brosmild og skemmtileg stelpa sem átti stundum erfitt með að hemja skapið þegar henni mislíkaði eitthvað. Þrettán ára gömul var Sunneva greind með mikla ofvirkni og byrjaði að taka inn Rítalín og leiddist eftir það inn á braut fíkniefna. Foreldar Sunnevu reyndu allt sem þau gátu til að fá hjálp fyrir dóttur sína en það getur reynst þrautinni þyngra að fá viðeigandi aðstoð þegar fíkniefnaneysla og geðræn vandamál barna og ungmenna fara saman. Sextán ára gömul var Sunneva svo loks greind með geðhvarfasýki en var á þeim tíma of langt leidd í vímuefnaneyslu til þess að taka inn geðlyfin sem gátu hjálpað henni í átt að bata. Ísland í dag ræðir í kvöld við Herborgu, móður Sunnevu,sem lýsir erfiðum árum í lífi fjölskyldunnar en í dag er Sunneva búin að vera edrú í nokkra mánuði, tekur að staðaldri inn lyfin sín og er því í góðu jafnvægi. Ísland í dag ræðir líka í kvöld við Súsönnu Sif Jónsdóttur, en hún er í dag 23 ára gömul og hefur átt við geðræn vandamál að stríða frá barnsaldri. Þá misnotaði hún eiturlyf í mörg ár en náði að snúa blaðinu við fyrir tæpum þremur árum síðan. Málþing Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með geðrænan- og vímuefnavanda verður haldið á Grand Hótel Reykjavík á morgun fimmtudag. Nánari upplýsingar og skráningu á málþingið má nálgast hér. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Herborg Svana Hjelm fæddi stúlku í heiminn fyrir nítján árum síðan og fékk sú stutta nafnið Sunneva Ýr og er Sævarsdóttir. Sunneva var brosmild og skemmtileg stelpa sem átti stundum erfitt með að hemja skapið þegar henni mislíkaði eitthvað. Þrettán ára gömul var Sunneva greind með mikla ofvirkni og byrjaði að taka inn Rítalín og leiddist eftir það inn á braut fíkniefna. Foreldar Sunnevu reyndu allt sem þau gátu til að fá hjálp fyrir dóttur sína en það getur reynst þrautinni þyngra að fá viðeigandi aðstoð þegar fíkniefnaneysla og geðræn vandamál barna og ungmenna fara saman. Sextán ára gömul var Sunneva svo loks greind með geðhvarfasýki en var á þeim tíma of langt leidd í vímuefnaneyslu til þess að taka inn geðlyfin sem gátu hjálpað henni í átt að bata. Ísland í dag ræðir í kvöld við Herborgu, móður Sunnevu,sem lýsir erfiðum árum í lífi fjölskyldunnar en í dag er Sunneva búin að vera edrú í nokkra mánuði, tekur að staðaldri inn lyfin sín og er því í góðu jafnvægi. Ísland í dag ræðir líka í kvöld við Súsönnu Sif Jónsdóttur, en hún er í dag 23 ára gömul og hefur átt við geðræn vandamál að stríða frá barnsaldri. Þá misnotaði hún eiturlyf í mörg ár en náði að snúa blaðinu við fyrir tæpum þremur árum síðan. Málþing Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með geðrænan- og vímuefnavanda verður haldið á Grand Hótel Reykjavík á morgun fimmtudag. Nánari upplýsingar og skráningu á málþingið má nálgast hér.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira