Smyglari rekur svarta verslun á Kvíabryggju Hanna Ólafsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Sævar Sverrisson. Á myndinni sést Sævar flytja lagið Andartak í sjónvarpsþætti Hemma Gunn. „Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira