Smyglari rekur svarta verslun á Kvíabryggju Hanna Ólafsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Sævar Sverrisson. Á myndinni sést Sævar flytja lagið Andartak í sjónvarpsþætti Hemma Gunn. „Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
„Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira