Smyglari rekur svarta verslun á Kvíabryggju Hanna Ólafsdóttir skrifar 22. október 2014 07:00 Sævar Sverrisson. Á myndinni sést Sævar flytja lagið Andartak í sjónvarpsþætti Hemma Gunn. „Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Fangar eiga ekki að reka verslun, hvorki á Kvíabryggju né annars staðar,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri aðspurður um verslun sem fangi á Kvíabryggju rekur í fangelsinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins starfrækir Sævar Sverrisson, sem afplánar dóm á Kvíabryggju vegna sterasmygls í Straumsvíkurmálinu svokallaða, sjoppu í herbergi sínu í fangelsinu. Þar er hægt að kaupa sígarettur, sælgæti og gos. Á stundum eru sígaretturnar sem Sverrir selur ekki með íslenskum tóbaksvarnamiða. Mun pakkinn af sígarettum kosta 1.500 krónur og allur ágóði af versluninni renna óskertur í vasa Sverris. Maður, sem afplánar nú dóm á Kvíabryggju og hefur verslað við Sverri, segir eiginkonu Sverris kaupa vörur í lágverðsverslunum og færa honum í fangelsið þar sem hann síðan selur vörurnar áfram. Stundum séu sígaretturnar sem hann kaupir af Sverri ekki með íslenskum merkingum. Sverrir fái að selja vörur sínar óáreittur. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins staðfestir Gunnar Hjartarson, fangavörður og varðstjóri í afleysingum, að selt sé sælgæti og gos í fangelsinu.Forstöðumaður Kvíabryggju staðfestir að selt sé gos og sælgæti í fangelsinu.„Það yfirleitt virkar þannig að það er einhver einn með sjoppuna. Svo þegar hann fer þá tekur einhver annar við. Það er nú oft sem enginn vill taka þetta að sér, það er svolítil vinna við þetta,“ útskýrir Gunnar. Aðspurður hvort hann viti til þess að hagnaður sjoppunnar fari beint í vasa viðkomandi fanga svarar Gunnar: „Já, örugglega. Hann fer að minnsta kosti ekki í minn vasa.“ Varðandi hvort hagnaðurinn sé gefinn upp segir Gunnar: „Gefið upp til skatts? Það efast ég um. Þetta er bara eitthvað á milli þeirra til að auðvelda sér lífið hérna inni.“ Birgir Guðmundsson, forstöðumaður Kvíabryggju, segir að hann viti ekki til þess að tóbak sé selt í fangelsinu. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta. Það hefur ekki verið mikið um það held ég. Þetta er aðallega bara kók og prins.“ Að sögn Birgis sjá starfsmenn fangelsisins almennt um að kaupa inn fyrir fanga einu sinni í viku. Aðspurður hvernig tekið yrði á tóbakssölu fengi hann vitneskju um að slíkt tíðkaðist í fangelsinu segir Birgir að hann hafi ekki hugsað um það. „Vegna þess að það hefur aldrei verið gert.“Páll Winkel fangelsismálastjóri segir óheimilt fyrir fanga að selja varning í fangelsum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki hafa vitneskju um verslunina á Kvíabryggju en sé það svo að fangi sé að selja smygl í fangelsinu verði það kært til lögreglu. „Ef þetta er uppi þarf bara að stoppa það. Það er ósköp einfalt,“ segir fangelsismálastjóri. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks þarf leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði til að selja tóbak í smásölu. Jafnframt að leyfin skulu veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt einstaklingum eða lögaðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu og ákvæðum reglugerðarinnar. Rimlakjör, verslun fyrir fanga á Litla-Hrauni, er rekinn af fangelsinu sjálfu en fyrirkomulagið í öðrum fangelsum landsins er þannig að starfsfólk tekur við pöntunum frá föngum á sérstaka pöntunarlista en einnig eru vörur sendar í fangelsið.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent