Túlkasjóðurinn uppurinn: „Fjármunirnir eru takmarkaðir“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. október 2014 21:20 Menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir að meiri fjármunir verði settir í túlkasjóð heyrnalausra á þessu ári, en sjóðurinn, sem átti að tryggja heyrnalausum túlkaþjónustu úr árið, kláraðist fyrr í mánuðinum. Við greindum frá því í fréttum okkar fyrir skömmu að heyrnalausir lýstu yfir þungum áhyggjum vegna málsins, en þetta er annað árið í röð sem sjóðurinn tæmist á miðju ári. Túlkunum er ætlað að aðstoða heyrnarlausa einstaklinga í daglegu lífi og telur formaður félags heyrnarlausra ríkið brjóta lög með því að veita ekki þessa þjónustu nema hluta úr ári. „Það er í raun búið að útiloka okkur frá þátttöku í þjóðfélaginu. Það er búið að útiloka okkur frá því að sinna okkar skyldum sem húseigendur, sem foreldrar, bara sem virkur þjóðfélagsþegn.“ Fjármagn til sjóðsins var aukið um sex milljónir í ár, eða þá upphæð sem þótti vanta upp á í fyrra. Aftur á móti hafa túlkagjöld hækkað nokkuð á þessu ári og því hægt að fá umtalsvert minni þjónustu fyrir peningana. Menntamálaráðherra segir á ábyrgð Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra að forgangsraða úthlutunum úr sjóðnum. „Í þessari þjónustu eins og í annarri þjónustu sem er verið að veita, þarf auðvitað að forgangsraða og tryggja að þeir fjármunir sem eru til skiptanna dugi fyrir árið. Þetta á við um allt annað, hvort sem um er að ræða spítalana eða þjónustu við langveik börn og svo framvegis. Þannig að við tókum ákvörðun um það í fyrra að bæta við einum sex milljónum og á þessu ári. Þá verðum við að reyna að láta það duga,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Illugi segir að til standi að endurskoða málaflokkinn í heild sinni, bæði í mennta, heilbrigðis og velferðarráðuneytinu. „Fjármunirnir eru takmarkaðir þannig að það er hægt að taka fram endalaus dæmi um það sem við vildum gjarnan bæta í og við höfum svo sannarlega bætt við í þennan málaflokk. Við gerðum það í fyrra og á þessu ári líka,“ segir Illugi. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Sjá meira
Menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir að meiri fjármunir verði settir í túlkasjóð heyrnalausra á þessu ári, en sjóðurinn, sem átti að tryggja heyrnalausum túlkaþjónustu úr árið, kláraðist fyrr í mánuðinum. Við greindum frá því í fréttum okkar fyrir skömmu að heyrnalausir lýstu yfir þungum áhyggjum vegna málsins, en þetta er annað árið í röð sem sjóðurinn tæmist á miðju ári. Túlkunum er ætlað að aðstoða heyrnarlausa einstaklinga í daglegu lífi og telur formaður félags heyrnarlausra ríkið brjóta lög með því að veita ekki þessa þjónustu nema hluta úr ári. „Það er í raun búið að útiloka okkur frá þátttöku í þjóðfélaginu. Það er búið að útiloka okkur frá því að sinna okkar skyldum sem húseigendur, sem foreldrar, bara sem virkur þjóðfélagsþegn.“ Fjármagn til sjóðsins var aukið um sex milljónir í ár, eða þá upphæð sem þótti vanta upp á í fyrra. Aftur á móti hafa túlkagjöld hækkað nokkuð á þessu ári og því hægt að fá umtalsvert minni þjónustu fyrir peningana. Menntamálaráðherra segir á ábyrgð Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra að forgangsraða úthlutunum úr sjóðnum. „Í þessari þjónustu eins og í annarri þjónustu sem er verið að veita, þarf auðvitað að forgangsraða og tryggja að þeir fjármunir sem eru til skiptanna dugi fyrir árið. Þetta á við um allt annað, hvort sem um er að ræða spítalana eða þjónustu við langveik börn og svo framvegis. Þannig að við tókum ákvörðun um það í fyrra að bæta við einum sex milljónum og á þessu ári. Þá verðum við að reyna að láta það duga,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Illugi segir að til standi að endurskoða málaflokkinn í heild sinni, bæði í mennta, heilbrigðis og velferðarráðuneytinu. „Fjármunirnir eru takmarkaðir þannig að það er hægt að taka fram endalaus dæmi um það sem við vildum gjarnan bæta í og við höfum svo sannarlega bætt við í þennan málaflokk. Við gerðum það í fyrra og á þessu ári líka,“ segir Illugi.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent