Sjeikinn af Dúbaí rændi dætrum sínum og hótaði eiginkonu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 16:57 Maktoum er forsætisráðherra og varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hér sést hann á ráðstefnu um málefni kvenna í febrúar. Vísir/EPA Breskur dómstóll telur að Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, leiðtogi Dúbaí, hafi látið ræna dætrum sínum, og hótað eiginkonu sinni. Niðurstöðurnar voru birtar í tengslum við mál sem Haya prinsessa, eiginkona Maktoum, höfðaði eftir að hún flúði til Bretlands í fyrra. Sjeik Maktoum reyndi að koma í veg fyrir að niðurstöður dómstólsins yrðu birtar opinberlega. Haya prinsessa hefur sagst óttast um líf sitt eftir að hún flúði Dúbaí ásamt tveimur börnum þeirra í fyrra. Sjeikinn er talinn hafa látið ræna Sjeikja Shamsa, annarri dóttur hans, og snúa henni með valdi aftur til Dúbaí þegar hún dvaldi á Englandi árið 2000. Hún er sögð hafa verið sprautuð með róaandi lyfi og henni haldið í Dúbaí allar götur síðan. Þá er Maktoum talinn bera ábyrgð á sambærilegri meðferð á Sjeikha Latifa, annarri dóttur hans, bæði árið 2002 og 2018. Í fyrsta skiptið lét sjeikinn halda Latifu í fangelsi í þrjú ár. Fyrir tveimur árum var hún stöðvuð á hafi úti þegar hún flúði Dúbaí. Hún er nú sögð í stofufangelsi. Breski dómarinn taldi ásakanir hennar um alvarlegt ofbeldi sem teldust pyntingar trúverðugar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haya prinsessa varð sjötta og yngsta eiginkona Maktoum árið 2004. Þau eiga saman tvö börn sem eru sjö og ellefu ára gömul. Hún segist hafa flúið Dúbaí eftir að hún fór að grenslast fyrir um örlög dætra Maktoum en hann hafði fullyrt að þeim hefði verið „bjargað“. Dómari féllst á rök Hayu um að hún hafi verið fórnarlamb ógnana útsendara eiginmanns hennar. Þannig hafi byssa með öruggið af í tvígang verið skilin eftir á kodda hennar og þyrlu lent fyrir utan húsið hennar með hótun um að hún yrði flutt nauðug í eyðimerkurfangelsi. Sameinuðu arabísku furstadæmin Bretland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Breskur dómstóll telur að Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, leiðtogi Dúbaí, hafi látið ræna dætrum sínum, og hótað eiginkonu sinni. Niðurstöðurnar voru birtar í tengslum við mál sem Haya prinsessa, eiginkona Maktoum, höfðaði eftir að hún flúði til Bretlands í fyrra. Sjeik Maktoum reyndi að koma í veg fyrir að niðurstöður dómstólsins yrðu birtar opinberlega. Haya prinsessa hefur sagst óttast um líf sitt eftir að hún flúði Dúbaí ásamt tveimur börnum þeirra í fyrra. Sjeikinn er talinn hafa látið ræna Sjeikja Shamsa, annarri dóttur hans, og snúa henni með valdi aftur til Dúbaí þegar hún dvaldi á Englandi árið 2000. Hún er sögð hafa verið sprautuð með róaandi lyfi og henni haldið í Dúbaí allar götur síðan. Þá er Maktoum talinn bera ábyrgð á sambærilegri meðferð á Sjeikha Latifa, annarri dóttur hans, bæði árið 2002 og 2018. Í fyrsta skiptið lét sjeikinn halda Latifu í fangelsi í þrjú ár. Fyrir tveimur árum var hún stöðvuð á hafi úti þegar hún flúði Dúbaí. Hún er nú sögð í stofufangelsi. Breski dómarinn taldi ásakanir hennar um alvarlegt ofbeldi sem teldust pyntingar trúverðugar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haya prinsessa varð sjötta og yngsta eiginkona Maktoum árið 2004. Þau eiga saman tvö börn sem eru sjö og ellefu ára gömul. Hún segist hafa flúið Dúbaí eftir að hún fór að grenslast fyrir um örlög dætra Maktoum en hann hafði fullyrt að þeim hefði verið „bjargað“. Dómari féllst á rök Hayu um að hún hafi verið fórnarlamb ógnana útsendara eiginmanns hennar. Þannig hafi byssa með öruggið af í tvígang verið skilin eftir á kodda hennar og þyrlu lent fyrir utan húsið hennar með hótun um að hún yrði flutt nauðug í eyðimerkurfangelsi.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Bretland Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira