Allt í járnum á milli Sanders og Clinton Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2016 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton njóta stundar milli stríða. Mjótt er á mununum milli þeirra í fyrstu ríkjunum sem velja sér forsetaefni. Nordicphotos/AFP Einkar mjótt er á munum á milli Bernie Sanders og Hillary Clinton, sem bæði sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, þegar minna en mánuður er í að forkosningar verða haldnar í fyrstu ríkjunum, Iowa og New Hampshire. Samkvæmt nýjum könnunum fréttastofu Wall Street Journal, NBC og rannsóknafyrirtækisins Marist leiðir Sanders í síðarnefnda fylkinu og Clinton í því fyrrnefnda. Sanders nýtur fimmtíu prósenta fylgis í New Hampshire en Clinton 46 prósenta. Þá nýtur Clinton 48 prósenta fylgis í Iowa en Sanders 45. Þó eru forskot beggja aðila vel innan skekkjumarka. Fylkin tvö hafa reynst einkar mikilvæg undanfarna áratugi. Hefur það einungis gerst einu sinni undanfarin fjörutíu ár að frambjóðandi hefur orðið forsetaefni flokks síns án þess að sigra í öðru hvoru fylkjanna, Bill Clinton árið 1992. Árið 2008, þegar Hillary Clinton atti kappi við Barack Obama, mældist hún með meira fylgi á landsvísu en Obama allt þar til hann bar sigur úr býtum í Iowa og skaust þar með fram úr henni. Eftir því sem Sanders hefur þokast nær Clinton undanfarnar vikur hefur hún bent á að henni sjálfri myndi ganga betur í hinum almennu kosningum sem haldnar verða í nóvember og væri líklegri til að halda repúblikönum frá Hvíta húsinu. „Við verðum að tryggja að við komum demókrata í Hvíta húsið svo repúblikanar eyðileggi ekki þann árangur sem náðst hefur,“ sagði Clinton í síðustu viku. Sanders gengur hins vegar betur en Clinton þegar þeim er stillt upp gegn repúblikönum í skoðanakönnunum. Báðir demókratarnir mælast þó með meira fylgi en repúblikaninn í slíkum samanburðarkönnunum. Á meðal repúblikana nýtur Donald Trump mests fylgis í New Hampshire, þrjátíu prósenta, en Marco Rubio næstmests, fjórtán prósenta. Ted Cruz mælist efstur í Iowa með 28 prósent en Trump mælist með 24 prósent. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Einkar mjótt er á munum á milli Bernie Sanders og Hillary Clinton, sem bæði sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, þegar minna en mánuður er í að forkosningar verða haldnar í fyrstu ríkjunum, Iowa og New Hampshire. Samkvæmt nýjum könnunum fréttastofu Wall Street Journal, NBC og rannsóknafyrirtækisins Marist leiðir Sanders í síðarnefnda fylkinu og Clinton í því fyrrnefnda. Sanders nýtur fimmtíu prósenta fylgis í New Hampshire en Clinton 46 prósenta. Þá nýtur Clinton 48 prósenta fylgis í Iowa en Sanders 45. Þó eru forskot beggja aðila vel innan skekkjumarka. Fylkin tvö hafa reynst einkar mikilvæg undanfarna áratugi. Hefur það einungis gerst einu sinni undanfarin fjörutíu ár að frambjóðandi hefur orðið forsetaefni flokks síns án þess að sigra í öðru hvoru fylkjanna, Bill Clinton árið 1992. Árið 2008, þegar Hillary Clinton atti kappi við Barack Obama, mældist hún með meira fylgi á landsvísu en Obama allt þar til hann bar sigur úr býtum í Iowa og skaust þar með fram úr henni. Eftir því sem Sanders hefur þokast nær Clinton undanfarnar vikur hefur hún bent á að henni sjálfri myndi ganga betur í hinum almennu kosningum sem haldnar verða í nóvember og væri líklegri til að halda repúblikönum frá Hvíta húsinu. „Við verðum að tryggja að við komum demókrata í Hvíta húsið svo repúblikanar eyðileggi ekki þann árangur sem náðst hefur,“ sagði Clinton í síðustu viku. Sanders gengur hins vegar betur en Clinton þegar þeim er stillt upp gegn repúblikönum í skoðanakönnunum. Báðir demókratarnir mælast þó með meira fylgi en repúblikaninn í slíkum samanburðarkönnunum. Á meðal repúblikana nýtur Donald Trump mests fylgis í New Hampshire, þrjátíu prósenta, en Marco Rubio næstmests, fjórtán prósenta. Ted Cruz mælist efstur í Iowa með 28 prósent en Trump mælist með 24 prósent.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56 Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Trump ræðst á „kvenréttindatal“ Clinton-hjóna í nýju myndbandi Auðkýfingurinn Donald Trump skýtur föstum skotum á Hillary Clinton og eiginmann hennar í nýju myndbandi. 7. janúar 2016 19:56
Hryðjuverk í brennidepli Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. 16. nóvember 2015 07:00