Egill segir frá baráttu sinni við kvíða: „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum“ Andri Eysteinsson skrifar 12. maí 2020 23:39 Egill Helgason sjónvarpsmaður Vísir/Vilhelm Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“ Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason greinir frá því í pistli á Facebook síðu sinni í kvöld að hann hafi glímt við kvíða. Egill segir kvíðan vera helvítis mel og ástandið sé líkast því að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Egill sem hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Silfrinu, áður Silfri Egils, og Kiljunni til margra ára á hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum skrifar um kvíðann. „Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjurnar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni,“ skrifar Egill. Í samtali við DV sagði Egill að tíminn frá lokum apríl 2019 hafi verið sérlega erfiður. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en dottið í niðursveiflu að nýju. „Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram,“ skrifar Egill. Viðbrögðin við færslu Egils láta ekki á sér standa. Egill er vinmargur og hefur marga fjöruna sopið í fjölmiðlabransanum í gegnum árin. Margir senda Agli baráttukveðjur og aðrir þakka honum fyrir að vera svo einlægur. Kærleikskveðjur streyma úr öllum áttum. „Mikið er ég þakklát að miðaldra, dáður, gáfaður, hæfileikaríkur og norrænn maður skuli deila líðan sinni á svona heiðarlegan hátt þannig að það snertir okkur öll. Þetta eykur lýðheilsu þjóðar. Takk og gangi þér vel minn kæri,“ segir Jóna Hrönn Bolladóttir prestur. Margir tengja við hugsanir Egils. „Vá hvað er gott að fá þetta, svo nákvæmlega svona..... nákvæmlega, takk kærlega elsku vinur,“ segir Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Leikarinn Karl Ágúst Úlfsson talar á svipuðum nótum. „Hjartans þakkir fyrir að deila þessu. Margir kannast við þetta en kunna ekki að koma í orð.“ Söngkonan Svala Björgvins sendir Agli hlýja strauma. „Takk fyrir þessi orð! ég tengi mikið við kvíðann og þetta er oft mjög erfitt og hundleiðinlegt að díla við þetta mikilvægt að halda í þakklætið og núvitundina og hógværðina! og gott að vita að maður er svo sannarlega ekki einn að díla við þetta skrímsli sem kvíðinn getur verið stundum!hugee knús á þig og alla sem díla við þetta.“ Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hvetur Egil til að hvíla sig. „Þetta er innbyggt úr þróunarsögunni, þessi andskoti. Svo við finnum næsta loðfíl. Maður reynir að sussa á þetta og banna því að fiska sér ljótar hugsanir. Hvíldu þig, þú ert örugglega dauðþreyttur. Hefur gefið of mikið af sjálfum þér í allan vetur og áratugum saman. Sviðsljósið slítur manni.“ Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sendir Agli fallega kveðju og segir „Takk fyrir hugrekkið og ljóslifandi lýsingu. Við gerum öll ómannlegar kröfur til þín og kannski þú líka, enda ertu afburðamaður….Gangii þér vel, við stöndum öll með þér eins og klettur.“
Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira